fbpx

Ofnbakaður Lax með hunangssinneps gljáa

Uppskriftina gerði ég í vinnunni fyrir verkefni fyrir fyrirtæki sem selur allskonar tegundir af sinnepi og ég átti að koma með uppskrift og myndir fyrir samfélagsmiðla sem væri ekki of flókið. Hér var útkoman, vinnufélagarnir voru mjög sáttir!

Laxinn:

1 laxaflak
3-4 matskeiðar gróft eða fínt dijon sinnep
1-2 tsk hunang
1 pressaður hvítlaukur
1 tsk paprika
1/2 tsk svartur pipar

Hitið ofninn 200°

Blandið sinnepi, hunangi, hvítlaukninum, papriku og piparnum saman í skál.
Setjið laxinn í eldfast mót með bökunarpappír eða álpappír undir. Þurrkið aðeins af laxinum með eldhúspappír og dreifið vel úr sinnepsósunni yfir.
Bakið í ofninum í 15-20 mínútur, athugið með hann efir 15 mínútur með því að stinga gaffli í fiskinn, ef hann losnar aðeins upp með fram gafflinum er hann tilbúinn.

Tómata og kúrbíts-salat

4 msk olífuolía
1 msk hunang
Safni úr 1/2 sítrónu
1/2 tsk salt
1/2 tsk pipar
2-3 miðlungstærð kúrbítur skotinn þunnt eða í litla bita. (ég keypti svona kúrbíts spagettí í búðinni sem virkar líka)
1 box kirsuberjatómatar

Hrærið saman olífu olíu, sítrónusafa, hunangi, salti og pipar í litla skál.
Skerið tómatana í helming og setjið í skál með kúrbítnum og hellið salat dressingunni yfir og blandið vel saman.
Leggið yfir laxaflakið og berið fram.

Viltu sjá fleiri einfalda fiskirétti?
Láttu mig vita!

Marta Rún

Stökkar kartöflu klessur

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. A

    8. October 2019

    Heill hvítlaukur eða 1 rif?