Þessi réttur er mjög einfaldur og fljótlegur í framkvæmd og inniheldur fá hráefni sem vinna vel saman. Freskur Mozzarella ostur, tómatar og basilika er salat sem við þekkjum flest öll en hérna bætum við spaghetti við og útkoman er dásamleg.
Uppskrift fyrir 2
Hráefni:
3 hvítlauksgeirar
¼ ferskur chilli pipar eða ½ tsk þurrkaður chilli pipar
400 g kirsuberjatómatar
ólífuolía
salt & pipar
lúka af ferskri basilíku
200 g pasta
1 poki litlar mozzarella kúlur eða einn mozzarella bolti
Aðferð:
Skerðu hvítlaukinn og chilli-piparinn í þunnar sneiðar og tómatana í fernt. Hitaðu pönnu við miðlungshita og settu 3 matskeiðar af olíu út á pönnuna og steiktu hvítlaukinn og chilli-piparinn í 2 mínútur. Bættu tómötunum útá pönnuna, ásamt basilikunni, salti og pipar. Bættu við smá soðnu pasta vatni og láttu malla saman í 10 mínútur.
Eldaðu spaghetti eftir leiðbeiningum þangað til það er al dente eða þannig það þurfi aðeins að bíta í það og það sé ekki alveg soðið í gegn. Sigtið vatnið frá og bætið smá af soðinu útá pönnuna og slökkvið undir hitanum. Bætið helmingnum af mozzarella kúlunum útí pastað og blandið öllu vel saman. Raðið nokkrum mozzarella kúlum svo yfir í lokinn með ferskri basilíku og parmesan osti.
Fleiri 15 mínútna rétt ? Láttu mig vita !
Marta Rún
Skrifa Innlegg