fbpx

GRÍSKAR KJÖTBOLLUR MEÐ JÓGÚRTSÓSU & KÚSKÚS


Mér finnst ótrúlega gaman að gera margar útfærslur af kjötbollum eftir að ég borðaði mikið að einum af mínum uppáhalds veitingastöðum í New York The Meatballshop. Nautahakk er yfirleitt frekar ódýrt og auðvelt að gefa heilli fjölskyldu að borða bollur og allskonar meðlæti.
Þetta skipti gerði ég grískar kjötbollu með jógúrt sósu og kúskús í meðlæti.
Þetta er holl og góð máltíð sem er fyrir alla.



Hráefni (kjötbollur):

1 pakki nautahakk

¼ bolli brauðrasp

¼ bolli steinselja eða kóríander

½ laukur

1 hvítlauksgeiri

2 msk sítrónusafi ásamt sítrónuberki af einni sítrónu

1 egg

1 tsk oregano

½ tsk cumin

½ fetakubbur rifinn í litla bita

salt og pipar

Hráefni (Tzatziki jógúrt sósa):

1 agúrka (rifin niður með rifjárni)

1 bolli grísk jógúrt

safi úr einni sítrónu

½ tsk dill

½ rifinn hvítlaukur

salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

Hitið ofninn á 200°.

Finnið til eldfastmót og bætið við olíu í botninn

Öllum hráefnunum er blandað saman í stórri skál, best er að nota hendurnar og blanda öllu saman, passið samt að

blanda þessu öllu ekki of mikið saman í kjötfass.

Búið til bollur sem eru eins og golfbolti að stærð og raðið þétt upp við hvor aðra í formið með olíunni.

Bakið í ofninum í 15-20 mín, þangað til þær eru farnar að sýna smá lit.

Á meðan bollurnar eru í ofninum getur þú búið til jógúrt sósuna.

Þar blandar þú öllum hráefnunum saman í skál og hún er tilbúin.

BBQ BROKKOLÍ TACO

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1