fbpx

BALSAMIC LAX MEÐ KÚS KÚS

Matur


Balsamic Lax með kúskús
Uppskriftin er fyrir 2

Ótrúlega góður réttur sem er fullkomin fyrir matarboð þar sem er sett á diskinn fyrir alla. Þar sem makinn minn borðar ekki fisk eru spænsku vinkonurnar mínar vitlausar í þennan rétt.

Hráefni
2 laxaflök með roðinu
Balsamic gláji/Balsamic sýróp
Salt og pipar
Sítróna
1 bolli kúskús
2 bolli vatn
6-7 sólþurrkaðir tómatar smátt skornir
1 rauðlaukur smátt skorinn
1 fetakubbur eða 1 dós af fetaosti
1 lúka sökuð steinselía


Lax
Þurrkið aðeins af laxinum með eldhúspappír, saltið og piprið laxaflökin með smá chilli ef þið viljið.
Kveikið undir hellu á meðalhita með smá olíu og byrjið á að setja laxinn á roðinu á pönnuna og lækkið aðeins í hitanum.
Eldið laxinn án þess að snerta hann þar til hann er farin að vera ljósbleikur um 3/4 af leiðinni upp frá roðinu eða um það bil 6 til 7 mínútur. Snúðu flakinu við og eldaðu í nokkrar mínútur í viðbót. Best er að nota góðan spaða og nota gaffal til að styðja flakið við meðan þið snúið honum svo hann brotni ekki í sundur.
Þegar laxinn er tilbúin og ekki of þurr þá á hann að vera í 62 gráðum.
Slökkvið undir hellunni og kreistið smá sítrónu yfir.

KúsKús
Eldið kúskúsinn eftir leiðbeiningum á pakkanum þegar hann er tilbúin færið hann í stóra skál  og hellið olíu yfir og hrærið hann aðeins til með smá salti og pipar. Rífið fetaostinn ofan í skálina ásamt rauðlauknum, sólþurrkuðum tómmötun og lúku af saxaðari steinselíu. Kreistið smá sítrónu yfir og hrærið öllu saman.

Setjið kúskúsinn á disk, laxinn ofan á og kreistið svo balsamic gljáa yfir laxinn og smá steinselíu.
Ótrúlega góður, ferskur og léttur réttur sem er fullkomin með góðu hvítvíni að mínu mati.

Marta Rún

 

MOZZARELLA OG TÓMATA PASTA/ 15 MÍNÚTNA RÉTTUR

Skrifa Innlegg