fbpx

SUNNUDAGUR

HreyfingLífiðPersónulegt

Ah sunnudagur –

Þessi helgi hjá mér hefur verið sú rólegasta í langan tíma. Ég og Aría hundurinn minn vorum ein heima þar sem Bergsveinn fór uppí bústað með vinum sínum. Ég leyfði mér að sofa út í morgun og tók því svo rólega þangað til að ég ákvað að drífa mig í ræktina. Eftir það tók ég “vikuþrifin” heima og líður mér alltaf svo sjúklega vel eftir á. Íbúðin okkar er frekar lítil og þegar hún er ekki hrein þá virkar hún svo miklu minni og ég meika það bara ekki.

Þar á eftir fór ég í góðan göngutúr með Aríu til að horfa á sólsetrið. Ég gjörsamlega elska að horfa á sólsetrið og geri mikið að því þegar ég er erlendis. Þegar það sést loksins til himins hérna á Íslandi verður markmið mitt að fara út að labba í sólsetrinu oftar. Maður hefur svo gott af því að fá sér frískt loft og svo er góð hreyfing í því að labba. Ég reyni að taka sem minnst upp símann (nema til að taka myndir af himninum haha) þegar ég er úti að labba og tek svona “óhefðbundna” hugleiðslu. Þar sem ég hugsa um stundina sem ég er í ásamt því að hlusta á hljóðin í kringum mig, finna lyktina og einbeit mér að anda djúpt – þvílíkt hressandi.

Restin af deginum fer í að chilla á sófanum, borða kvöldmat og horfa loksins á Netflix myndina Birdbox – hef séð svo mikið um þessa mynd á samfélagsmiðlum og verð bara að vita um hvað þessi mynd er. Ég vona samt innilega að hún sé ekki of mikil hryllingsmynd því þá sef ég ekkert… haha.

Þangað til næst!

Hildur Sif Hauks
IG: hildursifhauks

WHAT I EAT IN A DAY - VEGANÚAR

Skrifa Innlegg