*Þessi færsla er skrifuð í samstarfi við Maí verslun
Maí verslun hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Mikið úrval af vönduðum vörum og alltaf hægt að treysta að stelpurnar taki vel á móti manni og veiti manni góða þjónustu. Í dag langar mig að deila með ykkur óskalista frá mér úr versluninni.
1. Ordinary
Í fullri hreinskilni þá langar mig í allt frá þessu frábæra merki. Ordinary býður uppá bestu mögulegu innihaldsefnin sem dýrustu húðvörurnar nota einnig en á þvílíkt góðu verði. Öll línan þeirra er án allra óæskilegra aukaefna, vegan og ekki prófuð á dýrum. Ég mæli svo innilega með þessum vörum og er svo spennt að Maí verslun sé komin með vörunar í hillurnar hjá þeim.
Fyrsta varan sem ég prófaði frá þeim er Hyaluronic Acid 2% + B5 sem virkar eins og serum gefur gríðalegan góðan raka.
The “Buffet” er ein vinsælasta varan þeirra og “eyðir” hrukkum á mettíma. Serumið er með 6 mismunandi peptíðum og er ég mega spennt fyrir þessari vöru!
AHA 30% + BHA 2% Peeling Solution er 10 mínútna maski sem tekur ysta lag húðarinnar og hjálpar henni að endurnýja sig. Gott að nota hann 1 – 2 í viku.
Síðasta varan er Granactive Retinoid 2% in Squalane. Þær í Maí verslun mæla með þessari vöru fyrir þá sem vilja byrja nota Retinoid. En Retinoid vinnur á móti öldrun húðarinnar, minnkar brúna bletti og aðrar afleiðingar af of mikilli sól. Retinoid sýra er A vítamín sem hægir á kollagen niðurbroti og gerir húðina almennt fallegri. Mæli með að lesa sig vel um þessa vöru áður en maður byrjar að nota hana.
2. Ilmkertið Wanderlust Dream frá Crabtree&Everlyn – nú er ég ekki að ýkja þegar ég segi að þetta sé besti ilmur sem ég hef lyktað á. Þau eru líka með jólalínu frá Crabtree&Everlyn sem er æði.
3. Eshee eyrnalokkar frá Maanesten
4. Eleven peysa frá Free People – fullkomin fyrir veturinn og kemur í bæði svörtu og hvítu
5. Meraki handsápa – eitthvað sem allir þurfa á heimilið. Einnig með mjög smekkleg ilmkerti.
6. Abi Blazer – algjör staðalbúnaður í fataskápnum. Blazerinn er frá hönnuðinum Birgitte Herskind.
7. Rivsalt – gríðalega flott gjöf til þeirra sem eiga allt. Ekkert smá skemmtileg gjöf og ekki skemmir að hún er einnig fallegur aukahlutur inní eldhúsi.
8. Face Tan Water frá Eco by Sonya – margverðlaunaða Face Tan Water er eitthvað sem flestir kannast við. Algjör snilld að bera á sig með bómul á hreina húð til að fá smá lit og frískleika.
9. Azima faux fur – ekkert smá sætur gervifeldur frá MbyM.
10. Crabtree&Everlyn handáburður – fullkomin lítil gjöf jafnvel í skóinn eða frá jólasveininum.
Ég vona að þið hafið fengið einhverjar hugmyndir af gjöfum eða bara eitthvað fyrir ykkur sjálf. Aftur mæli ég innilega með að kíkja í Maí verslun og skoða úrvalið!
Þangað til næst!
Hildur Sif Hauks
IG: hildursifhauks
Skrifa Innlegg