fbpx

ÍSKAFFIÐ MITT

HeilsaSamstarfUppskriftir
Færslan er skrifuð í samstarfið við Now

Sæl veriði – ég verð bara að deila þessari uppfærðu uppskrift af mínu ískaffi. Spurning um mitt ískaffi er líklega sú spurning sem ég er spurð oftast inná Instagram. Þess vegna ákvað ég að gera nýja færslu með uppskrift og aðferð. Ískaffið mitt er í raun mjög auðvelt en best! Ég er algjör basic girl og elska Starbucks og er þetta ískaffi mig útfærsla á minni pöntun á Starbucks. Ég er alveg háð þessu kaffi og þá sérstaklega þegar það kemur sumar! Endilega látið mig vita ef þið smakkið þetta kaffi – its amazing!

Uppskrift og aðferð:

Mér finnst best að hella uppá heila pressukönnu og eiga inní ísskáp. Síðan helli ég kaffinu í glas með fullt af klökum (því fleiri því betra) og síðan KOKO unsweetened mjólk (fæst í Nettó og Krónunni). Hlutföllin eru svona uþb kaffi 3/4 og mjólk 1/4. Síðan set ég 1-2 dropa af vanillu/toffee stevíu frá Now. Ekki flóknari en það.

Takk fyrir að lesa og þangað til næst <3

Hildur Sif Hauks | IG:hildursifhauks

EINFALDAR BRAUÐBOLLUR

Skrifa Innlegg