fbpx

HOLLARI GULRÓTARKAKA

HeilsaLífiðSamstarfUppskriftir

Í skellti í þessa einföldu vegan gulrótarköku fyrir helgina. Hún heppnaðist mjög vel og var frekar einföld. Ég baka ekki oft kökur en rakst á þessa uppskrit inná Pinterest og ákvað að prufa hana. Ég breytti örlítið uppskriftinni eins og venjulega og gerði ég hana alveg sykurlausa.

Innihald:

Botn –
1 bolli plöntumjólk
2 bollar hafrahveiti (setur haframjöl í blandara/matvinnsluvél)
1/2 bolli ósætt eplamauk
3/4 stevía sykur
1 tsk vanillu dropar
2 tsk matarsódi
2 tsk kanill
2 tsk engifer
1/2 salt
2 bollar rifnar gulrætur
3/4 bolli pekan hnetur

Krem –
1 bolli kasjuhnetur lagðar í bleyti í amk 4 tíma
1 msk sykurlaust sýróp
1 tsk vanillu dropar
1/4 msk næringager
Safi af hálfri sítrónu
3 msk vatn

Aðferð:

  1. Hita ofn á 180 gráður
  2. Blanda saman mjólkinni, eplamaukinu, sykrinum og vanillunni í litla skál
  3. Búa til hafrahveiti blanda við kryddunum og matarsódanum og hræra saman við hina blönduna
  4. Bæta við gulrótunum og hnetunum
  5. Baka í 35 mín og leyfa kökunni að kólna vel
  6. Setja öll hráefnin fyrir kremið saman í matvinnsluvél fyrir utan vatnið
  7. Bæta einni msk af vatni í einu
  8. Setja kremið á kökuna og bæta smá pekan hnetum yfir fyrir skreytinga

En annars bara takk fyrir að lesa og ég vona að þið hafið það gott xx

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

SELF CARE

Skrifa Innlegg