Fyrir helgina ákvað ég að skella í hollustu nammi – Hempies. Ég fékk innblástur af þessu nammi hjá einum mínum uppáhalds matarbloggara á Instagram earthyandy – mæli innilega með að kíkja á hana. Ég breytti þó uppskriftinni aðeins og komu Hempies bitarnir mjög vel út! Sýndi örlítið frá ferlinu á Instagram og fékk þó nokkrar fyrirspurnir um uppskrift og ákvað ég því að henda í eina færslu af þessum ofur einföldu Hempies bitum!
Innihald:
Lag 1 –
3 dl mjúkt hnetusmjör
6 dropar af Vanillu steviu frá Good Good
1 dl Hampfræ frá Himneskri Hollustu
3 dl af poppuðu quinoa
Lag 2 –
1 matskeið af mjúku hnetusmjöri
2 plötur af dökku stevía súkkulaði
Aðferð:
Lag 1 – Blandið saman hnetusmjörinu, vanillunni, hampfræjunum og quinoa saman í skál. Ef blandan er of þurr mæli ég með að setja örlítið af möndlumjólk út í til að fá réttu áferðina. Setjið í form og inn í fyrsti.
Lag 2 – Bræðið saman súkkulaðið og hnetusmjörið. Hellið síðan súkkulaðinu yfir hnetusmjörsblönduna. Geymist inní frysti!
Best er að skera bitana niður þegar þeir eru búnir að vera smá stund inní frysti.
Hempies bitar eru algjör snilld til að eiga inní frysti með kaffinu eða bara þegar manni langar í eitthvað sætt.
Takk fyrir að lesa og vona að þið prófið þessa snilld!
Hildur Sif Hauks / IG: hildursifhauks
Skrifa Innlegg