Einstaklega bragðgóðar og krúttlegar hrekkjavöku smákökur sem ég útbjó í samstarfi við Innnes. Þær innihalda Milka Oreo súkkulaði ásamt hvítu súkkulaði sem gerir þær svo ljúffengar. Tilvalið að útbúa með börnunum um helgina. Svo er einnig sniðugt að skella í þær fyrir jólin og þá er hægt að sleppa augunum og jafnvel gera þær minni.
Uppskriftin gerir 16-18 smákökur
200 g hveiti
1 tsk sjávarsaltflögur
¾ tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft
3 msk Cadbury kakóduft
170 g smjör
200 g púðursykur
50 g sykur
1 egg
2 eggjarauður
1 tsk vanilludropar
200 g Milka með Oreo
200 g hvítt súkkulaði
Nammiaugu (Fæst t.d. Allt í köku, Krónunni og Hagkaup)
Aðferð
- Bræðið smjörið og hrærið saman við sykurinn.
- Bætið eggjunum og vanilludropunum saman við og hrærið.
- Blandið hveiti, salti, matarsóda, lyftidufti og kakói saman við .
- Blandið varlega söxuðu Oreo Milka súkkulaði saman við deigið.
- Þekjið bökunarplötu með bökunarpappír og myndið kúlur úr deiginu. Ein kúla er ca. ein matskeið. Ég mæli með að kæla deigið en ef að þið eruð að drífa ykkur þá er það í lagi.
- Bakið í ofni við 190°C í 10-12 mínútur. Passið að snúa bökunarplötunni við ef að ykkur finnst kökurnar ekki bakast jafnt.
- Bræðið hvítt súkkulaði yfir vatnsbaði.
- Dreifið hvíta súkkulaðinu yfir kökurnar með sprautupoka og setjið augun ofan á súkkulaðið. Kælið þar til súkkulaðið harðnar og njótið.
VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ HREKKJAVÖKUNNAR! ♥
// HILDUR RUT
INSTAGRAM: @hildurrutingimars
Skrifa Innlegg