fbpx

HELGIN Í DUBLIN

PERSÓNULEGT

Hæ elsku lesendur!♥ Ég átti frábæra helgi í Dublin með vinnufélögum mínum enda er Dublin svo skemmtileg borg með miklu úrvali af börum, verslunum og góðum mat. Nóg að skoða og gera. Við vorum mikið að rölta um og skoða, borða góðan mat, drekka ljúfa drykki og njóta. Ég ætla að leyfa myndunum að tala.

Dásamlegt að rölta í Dublin.

Við gistum á Temple Bar hotel sem er mjög vel staðsett.

Sól, kaffi og rölta um í fallegri borg – hvað er meira næs?

Við borðuðum á The Church sem er flottur staður staðsettur í kirkju. Mæli með að prófa að kíkja þangað í drykk eða í máltíð.

Elska þessa haustliti.

Kíkti aðeins í búðir.

Við fórum á þónokkra bari. Skemmtilegt að upplifa þessa írsku barmenningu.

Borðuðum á Little Pyg sem ég verð að mæla með. Mjög gómsætar pizzur og tveir fyrir einn af þeim.

Fórum á laugardagskvöldinu út úr bænum á skemmtilegan stað sem heitir The Merry Ploughboy. Þar voru írsk skemmtiatriði, steppdans og tónlist.

Fengum okkur Pad Thai á Wagamama.

Borðuðum síðasta kvöldið á stað sem heitir The Little Pig. Góður leynilegur veitingastaður. Við fengum ítarlegar upplýsingar um hvar staðurinn var staðsettur og þurftum bæði leyninúmer og leyniorð til að komast inn.  Mjög skemmtilegt og svo fékk alveg sjúklega gott ravioli! 

Besta markaðsdeildin og makar.

Takk fyrir að lesa 

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

KÓKOS- & PISTASÍU SÚKKULAÐI

Skrifa Innlegg