fbpx

HELGARKOKTEILLINN : WHISKEY SOUR MEÐ CHILI

DRYKKIRUPPSKRIFTIR

Helgarfrí og dásamleg veðurspá framundan. Hversu geggjað er að skella þá í einn ljúffengan Whiskey sour með smá twisti? Whiskey sour hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér en bourbon viskí, sítróna, eggjahvíta, sykursíróp með chili og fullt af klökum gerir drykkinn svo einstaklega bragðgóðan, súran, sætan og freyðandi. Chili setur svo punktinn yfir i-ið fyrir þá sem vilja prófa eitthvað nýtt og spennandi. Svo er líka gott að nota sírópið í aðra drykki t.d. mojito. Ef þið viljið gera klassískan Whiskey sour þá er hægt að sleppa chili. Skál til ykkar og njótið helgarinnar.


1 kokteill
6 cl Jeam Beam Bourbon Whiskey
3 cl safi úr sítrónu
3 cl sykursíróp með chili
1 eggjahvíta
Klakar
Chili til skreytingar

Aðferð

  1. Hellið whiskey, safa úr sítrónu, sykursírópi, eggjahvítu og klaka í kokteilahristara og hristið vel þar til kokteilinn freyðir. 
  2. Hellið í glas og skreytið með sneið af chili. Mér finnst gott að setja klakana með.

Sykursíróp með chili
200 g sykur
200 ml vatn
1-2 chili

  1. Skerið chili í sneiðar.
  2. Blandið saman vatn, sykur og chili í pott. 
  3. Bræðið sykurinn á vægum hita og hrærið þar til hann leysist upp. Kælið. Tekur nokkrar mínútur.
  4. Ég helli sykursírópinu ofan í flösku með tappa og geymi í ísskáp. Það geymist í um 1 mánuð.

 

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! ;)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & GÓÐA HELGI!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

AVOCADO TOAST: 3 ÚTGÁFUR

Skrifa Innlegg