fbpx

HELGARKOKTEILLINN: STOKKRÓSAR MARGARITA

DRYKKIRUPPSKRIFTIR

Ótrúlega ljúffengur kokteill sem er sætur, saltur og súr. Dásamleg blanda! Margarita er klassískur og vel þekktur kokteill frá Mexíkó sem samanstendur af tequila, Cointreau, safa úr lime og klökum. Stokkrósar sírópið gerir drykkinn einstaklega bragðgóðan og ljúfan. Svo finnst mér algjört „must“ að setja salt á glasbrúnina. Það setur punktinn yfir-ið. En auðvitað má alveg sleppa því. Þessi drykkur er fullkominn með tacoveislunni eða til að njóta um helgina. Skál!

Fyrir einn
6 cl Tequila blanco
3 cl Cointreau
3 cl safi úr lime
3 cl stokkrósar síróp
Klakar
Gróft salt

Stokkrósar síróp
2 dl Stokkrósar (Hibiscus) te
2 dl vatn
2 dl sykur

Aðferð

  1. Byrjið á því að skreyta brúnina á glasinu. Nuddið lime báti við hana þar til hún verður blaut. Hellið salti og smá stokkrósar te í skál og merjið saman. Teið gefur saltinu svo fallegan lit.
  2. Dreifið saltinu á disk, dýfið glasinu öfugu ofan í og þekjið brúnina.
  3. Hellið tequila, cointreau, safa úr lime, stokkrósarsírópi og klökum í kokteilahristara. Hristið vel í 15-20 sekúndur.
  4. Hellið í gegnum sigti í fallegt glas, bætið nokkrum klökum út í og njótið.

Stokkrósar síróp

  1. Blandið saman vatn, sykur og stokkrósar te i í pott.
  2. Bræðið sykurinn á vægum hita og hrærið þar til hann leysist upp. Kælið. Tekur nokkrar mínútur.
  3. Hellið sírópinu ofan í flösku eða krukku í gegnum sigti og geymið í ísskáp.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ VEL! 

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

MORGUNVERÐAR BURRITO

Skrifa Innlegg