Þjóðhátíðartertan
Vanillukaka með ljúffengu rjómaostakremi
200 g flórsykur
200 g smjör, við stofuhita
2 egg
230 g Kornax hveiti
1 tsk lyftiduft
2 tsk góð vanilla t.d. vanilla extract
1 1/2 dl sjóðandi heitt vatn
Safi og börkur úr hálfri sítrónu
Aðferð:
Hitið ofninn í 175°C.
Hrærið flórsykri, smjöri og eggjum saman í 2 – 3 mínútur eða þar til blandan verður orðin létt og ljós.
Bætið hveiti og lyftidufti út í blönduna og hrærið vel.
Hellið vanillu,vatni, sítrónusafa og berki saman við í lokin og hrærið vel eða þar til deigið verður slétt og silkimjúkt.
Smyrjið hringlaga form og hellið deiginu í formið, bakið við 175°C í 30 mínútur.
Kælið kökuna á meðan þið útbúið kremið.
Rjómaostakrem
230 g smjör, við stofuhita
500 – 600 g flórsykur
2 tsk vanilla
100 g hvítt súkkulaði
125 g hreinn rjómaostur frá MS
1 msk sítrónusafi
Aðferð:
Þeytið saman smjör, flórsykur og rjómaost í nokkrar mínútur eða þar til blandan verður silkimjúk.
Bræðið hvítt súkkulaði yfir vatnsbaði og bætið út í ásamt vanillu og sítrónusafa.
Þeytið kremið þar til það verður mjúkt, það tekur um það bil 3 – 4 mínútur.
Setjið kremið í sprautupoka og sprautið á milli botnanna og ofan á kökuna.
Skreytið kökuna gjarnan með ferskum berjum og sáldrið svolítið af flórsykri yfir
Ath! Gott er að geyma kökuna í kæli í svona 1 – 2 klst áður en þið berið hana fram en þá er betra að skera kökuna þar sem kremið hefur þá stífnað örlítið.
Njótið vel og gleðilegan 17.júní.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Skrifa Innlegg