Birgitta Líf

Heimsókn til Sigurðar Sævars

Lífið

Sigurður Sævar bauð mér að koma í heimsókn á dögunum í nokkurs konar einka-myndlistasýningu á verkum hans – ekki slæmt það.

Ég hef í nokkurn tíma fylgst með unga listamanninum Sigurðir Sævari á instagram og langar mikið í verk eftir hann á heimilið mitt. Á dögunum opnaði sýning á myndverkum hans í Smiðjunni listhúsi í Ármúla en ég gat því miður ekki verið stödd við opnunina þar sem ég er í Kína. Sigurður bauð mér þá að koma í heimsókn til sín áður en ég fór út og skoða verk hans. Við Jóna vinkona kíktum til hans í síðustu viku og það var virkilega gaman að koma til hans, fá að kynnast því hvernig þetta allt byrjaði hjá honum og söguna á bakvið nokkur af verkunum – en Sigurður Sævar er virkilega hæfileikaríkur og er ekki nema 21 árs!

Ég hafði augastað á einu af verkum hans en það seldist á fyrsta kvöldi sýningarinnar. Það kom mér ekki á óvart en ég er virkilega hrifin af þessari nýju “myndaseríu” sem hann er að vinna að núna og er viss um að ég muni fjárfesta í verki eftir Sigurð Sævar fyrr en síðar. Ég mæli með að kíkja á sýninguna hans en fyrir áhugasama stendur hún til 28. október.

xx

Birgitta Líf
social media: @birgittalif

Lagersala 66°North

66° NORTHSamstarf

Í samstarfi við 66° langar mig að deila með ykkur að lagersala 66° Norður hefst í dag, fimmtudaginn 11. október, og mun standa út 17. október!

Ég kíkti á lagersöluna í gær þar sem ég skoðaði úrvalið og mátaði nokkrar flíkur sem þar verða í boði. Ég setti eina mynd í story á instagram í gærkvöldi og fékk strax nokkur skilaboð um hvar og hvenær lagersalan færi fram; hún fer fram í útsölumarkaði 66° í Faxafeni (og í Skipagötu á Akureyri).

Úrvalið á lagersölunni er virkilega gott en þar er allt frá ungbarnagöllum yfir í úlpur og vinnuföt. Það leynast ýmsar gersemar inn á milli og tók ég sérstaklega eftir hvað úrvalið af stuttermabolum er gott – bæði stelpu og stráka – en það er einmitt 2fyrir1 tilboð af stuttermabolum.

Ég tók litla bróðir minn með mér til að geta sýnt betur það sem í boði er fyrir bæði kyn en við smelltum myndum af nokkrum af okkar uppáhaldsvörum sem í boði eru!

xx

xx

Valdar vörur af lagersölunni eru svo fáanlegar í vefverslun en úrvalið má skoða hér xx

xx

Birgitta Líf
social media: @birgittalif

CALI WEEKEND

Lífið

Ég skellti mér í síðustu viku “langa helgi” til Los Angeles til að sjá vinkonu mína Beyoncé koma fram ásamt Jay-Z í Rose Bowl og sé aldeilis ekki eftir að hafa skroppið með vinkonum mínum enda átti ég meiriháttar helgi.

Ég myndi venjulega ekki skreppa í 9 tíma flug fyrir svona stuttan tíma en þar sem ég hef verið mikið í LA áður, fór þangað nokkrum sinnum í dansskóla á unglingsárunum, þá vissi ég nákvæmlega hvað mig langaði að gera og hvert ég vildi fara yfir helgina og þurfti ekki að eyða tíma í túristahluti svo að tíminn nýttist vel. Góður matur, góður félagsskapur og góð skemmtun í uppáhalds borginni minni – gerist ekki betra!

Við byrjuðum á að fara á In-n-out Burger nánast um leið og við lentum enda “must” þegar maður er í Cali – ég mæli með að googla secret menu og panta af honum.

Við eyddum næsta degi í að rölta Melrose Avenue sem er eitthvað sem ég mæli klárlega með að gera. Þar eru fullt af skemmtilegum og flottum búðum með allri flórunni og mikið um high end vintage búðir þar sem er mjög gaman að gramsa – ég nældi mér til dæmis í nánast ónotaða neon yeezy season 7 skó í einni þeirra. Svo er Sorella búð sem Heather Sanders á, vinkona Kylie Jenner, algjör skvísubúð og mjög gaman að koma í hana fyrir þá sem fylgjast með þeim vinkonum. Á Melrose er líka fullt af veitingastöðum og kaffihúsum og mæli ég sérstaklega með Urth Cafe. Um kvöldið fórum við síðan á Katsuya sem að mínu mati er með eitt besta sushi í Hollywood og kíktum svo aðeins út á LA-lífið.

Á sunnudeginum fórum við í brunch á The Ivy í Beverly Hills sem er líka eitt af “must do” í LA. Ótrúlega sætur veitingastaður þar sem manni er alltaf boðið upp á kampavín við komu, mjög góður matur og eftirréttir og þú getur alltaf verið viss um þarna sé einhver frægur úti að borða. Það er líka mjög gaman að fylgjast með bílunum sem koma þarna að.
(Mikilvægt að vera búinn að panta borð)

Um kvöldið fórum við svo á On The Run II tónleikana með Beyoncé & Jay-Z í Rose Bowl stadium og vá – þvílík upplifun! Ég hef farið á Beyoncé tónleika tvisvar áður en þetta var á allt öðru leveli. Ég veit ekki hvort það hafi verið af því að þau voru bæði, stadium-ið eða það að þetta var í LA en það hefur líklega allt spilað saman. Það að Kim Kardashian og co hafi síðan gengið framhjá okkur og vinkað voru klárlega hápunktur tónleikanna fyrir einlægan aðdáanda einsog mig – að öllu gríni slepptu haha!

Daginn eftir tónleikana fórum við og hike-uðum Runyon Canyon sem er frekar auðveld og skemmtileg leið sem ég mæli með að fara en það er smá svona touristy þar sem maður sér Hollywood skiltið á leiðinni upp. Um kvöldið fórum við svo á rooftop barinn á Standard hótelinu í downtown og síðan að borða á Catch sem er ekkert smá flottur veitingastaður á Melrose með sturluðum mat.

Síðasta daginn fórum við síðan í lunch á Mondrian hótelinu á Hollywood Blvd en þar er meiriháttar útsýni af skybarnum yfir alla borgina. Við eyddum svo restinni af deginum í að liggja við laugina í rólegheitum áður en ég hélt för minni aftur heim.

Ps. þið getið séð fleiri myndir og allt story-ið úr ferðinni í highlights á instagraminu mínu undir “CALI” en þar taggaði ég oftast staðina sem við vorum á.

Það eru fullt af fleiri skemmtilegum hlutum sem ég hefði viljað gera en fyrir fjóra daga í LA var þetta það helsta sem ég vildi ná að gera og staðirnir sem okkur langaði á. Virkilega vel heppnuð ferð og ég kom alveg endurnærð heim og tilbúin í verkefni vetrarins enda nóg að gera. Fyrir utan vinnu og þau verkefni sem ég er í er næst á dagskrá Kína eftir viku! Þangað til næst…

xx

Birgitta Líf
social media: @birgittalif

Back to gym giveaway

ÆfingarNikeSamstarfWorld Class

Ég er með ultimate back to gym gjafaleik á instagram í samstarfi með World Class, Nocco og Nike!

Það eru margir að koma sér aftur af stað í rútínu hvort sem er í skólanum, vinnu eða æfingum og að mínu mati er fátt meira hvetjandi en nýir hlutir sem peppa mann af stað. Ég tók saman pakka með mínum samstarfsaðilum og þeir sem taka þátt á instagram geta unnið pakka sem inniheldur: þriggja mánaða spa kort í World Class, kassa af Nocco að eigin vali og Nike Element æfingapeysu. Til að taka þátt þarf bara að followa @worldclassiceland @nikeisland @noccoiceland og mig @birgittalif og tagga síðan “æfingafélagann” undir myndina mína xx

Eru ekki annars allir að koma sér back to the gym? 💪

xx

Birgitta Líf
social media: @birgittalif

Nýja heima: by Helgi

Heimilið

Yndið hann Helgi gaf mér myndatöku af heimilinu í innflutningsgjöf sem við biðum samt aðeins með þar til ég væri búin að koma mér betur.

Núna er ég búin að búa á Vatnsstígnum í tæpa fjóra mánuði og mér líður bara betur og betur – hér er yndislegt að vera!

Mig langar að deila með ykkur nokkrum af myndunum sem Helgi tók, en það er síðan á dagskránni hjá mér að gera ítarlegri færslu með meiri ‘details’ hvaðan allt er þar sem ég fæ mjög mikið af skilaboðum á instagram útí heimilið og hlutina mína xx

xx

Birgitta Líf

social media: @birgittalif

Heilsuspjallið: Jórunn Ósk

ÆfingarHeilsaRVKfit

Næsti viðmælandi í Heilsuspjallinu er mín besta vinkona og æfingafélagi, Jórunn Ósk. Það er vel við hæfi að spjalla við hana um heilsu og hreyfingu enda kynntumst við bókstaflega í ræktinni fyrir nokkrum árum þegar við byrjuðum að hlaupa saman fyrir hálfmaraþon og er hún í dag ein af mínum bestu vinkonum. Jórunn er ótrúlega dugleg á æfingum og hvetur mig alltaf áfram – maður kemst ekkert upp með að sleppa því að mæta á æfingu með henni!

Hver er Jórunn?

Jórunn Ósk heiti ég og er 25 ára gömul. Ég er með BSc próf í Viðskiptafræði úr Háskóla Íslands og starfa sem samfélagsmiðlastjóri hjá heilsu- og íþróttadeild Icepharma ásamt því að vera ritstjóri H Magasín.

@jorunnosk á Instagram, RVKfit á Snapchat og nýlega byrjuð að blogga inná rvkfit.is

 

Hversu oft æfir þú í viku og hvernig?

Ég reyni að æfa 6x í viku, einungis vegna þess hve skemmtilegt mér finnst það. Mér finnst samt nauðsynlegt að taka allavega einn hvíldardag í viku og hlusta alltaf vel á líkamann. Eins og er tek ég hlaupaæfingu/sprettæfingu 3x í viku og styrktaræfingu 2x í viku með Mark þjálfaranum okkar, á laugardögum tek ég svo alltaf einhverja skemmtilega æfingu sem getur verið allavega. Við stelpurnar höfum verið duglegar að fara upp í Kringlu og taka einhversskonar Tabata æfingu og leikum okkur svo eitthvað eftirá. Ég veit ekkert skemmtilegra en að æfa í góðum félagsskap. Stundum stelst ég svo til þess að mæta til Birkis í MGT tíma eða hópþjálfun hjá Indíönu en mér finnst mjög gaman að mæta í allskyns hópatíma.

 

Hvað gerir þú til að koma þér í gírinn fyrir æfingu?

Tónlist kemur mér yfirleitt alltaf í gírinn. Lengi vel var ég vön að gíra mig upp fyrir æfingar með einhverjum koffín drykkjum en í byrjun þessa árs ákvað ég að minnka aðeins koffín neysluna og það bitnar alls ekki á æfingunum hjá mér. Þetta er bara eitthvað sem ég var búin að venja mig á og var alls ekki nauðsynlegt fyrir mig, núna hef ég miklu meira úthald á æfingum því það er engin hætta á að ég “crashi”. Það er þó alltaf mjög peppandi að vera með eitthvað í brúsanum fyrir æfingar, þá hef ég verið að velja Amino Power pre-workoutið frá NOW en það inniheldur ekki mikið magn af koffíni og er gott fyrir úthald og endurheimt.

 

Hver er uppáhalds æfingin þín?

Hnébeygja hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi, það er hægt að leika sér með allskonar útfærslur og svo er hægt að gera hana með eða án þyngdar. Annars hef ég verið ansi handstöðu sjúk uppá síðkastið og finnst mjög gaman að vippa mér á hvolf og reyna að halda handstöðunni eins lengi og ég get. Næsta markmið er að geta labbað á höndum.

 

Hversu lengi hefur þú haft áhuga á heilbrigðum lífsstíl og stundað líkamsrækt?

Ég hef engan íþróttabakgrunn og labbaði inn í líkamsræktarsal í fyrsta sinn þegar ég var 17 ára. Þá fannst mér það bara frekar leiðinlegt en eftir einhvern tíma þá var þetta bara orðin hluti af lífsstílnum og í dag gæti ég ekki ýmindað mér líf mitt án þess. Áhuginn jókst svo bara með árunum, mjög líklega vegna þess að maður varð fróðari um hvað heilsan skiptir mann miklu máli en líka vegna þess að manni líður svo miklu betur andlega og líkamlega þegar að maður hugar vel að heilsunni og hreyfir sig.

 

Viltu deila með okkur einhverju góðu ráði? 

Það sem kom mér almennilega af stað í ræktinni var félagsskapurinn. Mér finnst ómetanlegt að eiga góða æfingu með vinkonum og veit varla neitt skemmtilegra. Ég hef því alltaf sótt í að æfa í einhversskonar hóp, hef mjög gaman af öllum hóptímum og hópþjálfun.

Eina ráðið sem ég gæti gefið væri að setja sér raunhæf markmið sem auðvelt er að fylgja eftir og setja sér niður eitthvað prógram. Í dag hefur maður svo góðan aðgang að allskyns prógrömmum í gegnum netið sem auðvelt er að fara eftir og halda manni vel við efnið. Ég hef notað mikið NTC – Nike Training appið sem og NTR – Nike Running appið.

 

Hvaðan færð þú inspo og motivation?

Ég held það sé bara fólkið í kringum mig sem að hvetur mig mest áfram.

 

Eru einhverjir á samfélagsmiðlum sem þú mælir með að fylgjast með til að fá hugmyndir að æfingum og hvatningu?

Ég hef lengi fylgst með @kirstygodso en hún er Nike master trainer og er því alger Nike-ari og setur oft inn skemmtilegar æfingar.

 

Fylgir þú einhverju sérstöku matarræði?

Nei það hefur aldrei hentað mér að setja mér einhver boð eða bönn hvað varðar mataræði. Ég reyni alltaf að velja hollari kostinn og reyni að borða það sem mér líður vel af. Annars er ég alger sælkeri og nýt þess mjög að borða góðan mat og auðvitað leyfi ég mér það :)

 

Notar þú einhver fæðubótarefni? 

Ég tek alltaf inn vítamín, núna er ég að taka EVE fjölvítamínið fyrir konur frá NOW, D-vítamín, hvítlaukstöflur sem eru bólgueyðandi og hafa hreinsandi áhrif og Rhodiola sem á að draga úr stressi og hafa góð áhrif á hugræna getu. Ásamt þessu tek ég oft inn góðgerla sem hafa góð áhrif á meltinguna og hörfræolíu sem hefur marga kosti en hún smyr líkamann að innan sem utan og er því góð fyrir liðina, húð, hár og neglur til dæmis.

Eins og ég kom svo inná hér fyrir ofan þá drekk ég stundum pre-workout fyrir æfingar en þá vel ég Amino Power frá NOW sem hentar vel fyrir mig.

 

Hvert er þitt guilty pleasure?

Örugglega ekkert ‘guilty’ pleasure, heldur bara pleasure. Ég elska ekkert meira en pizzur. Held að allir sem þekki mig viti hversu mikill pizzu aðdáandi ég er.

 

Lumar þú á góðri uppskrift sem þú vilt deila með lesendum?

Ég er mjög einföld þegar það kemur að mat og því luma ég ekki á mörgum uppskriftum. Mig langar því frekar að deila með ykkur skemmtilegri sprettæfingu sem ég tek oft þegar ég veit ekki hvað ég á að gera í ræktinni:

1x 800m

2x 400m

1x 600m

2x 300m

1x 400m

2x 200m

1x 200m

2x 100m

1 mín hvíld á milli spretta

 

Lokaorð?

Takk kærlega fyrir mig og hlakka til að fylgjast með næstu viðmælendum!

 

 

Ég get tekið undir það með Jórunni að sprettæfingin sem hún deildi er mjög skemmtileg og tekur vel á en við höfum tekið hana nokkrum sinnum saman, mæli með!

xx

Birgitta Líf
social media: @birgittalif

Einkaþjálfunarréttindi

ÆfingarHeilsaLífiðWorld Class

LOKSINS

Síðustu helgi útskrifaðist ég úr Einkaþjálfaraskóla World Class með réttindi (samþ. af Menntamálaráðuneytinu) til að starfa sem einkaþjálfari. Ég segi loksins því þetta nám er eitthvað sem mig hefur lengi langað að fara í. Ég ætla ekki (einsog er að minnsta kosti) að byrja að vinna sem einkaþjálfari en þar sem ég vinn í líkamsræktarstöð, æfi sjálf flesta daga, hef mikinn áhuga á heilsu og æfingum og fæ mjög mikið af spurningum og skilaboðum því tengdu langaði mig að fara í þetta nám til að vita meira, læra hlutina betur og vera með eitthvað bókstaflegt á bakvið það sem ég deili til annarra.

Námið tók ég í vor samhliða flutningum og nýrri vinnu svo það var frekar strembið að mæta einnig í skólann alla laugardaga en það var virkilega fjölbreytt og skemmtilegt. Það eru nokkrir kennarar við skólann fyrir hvert og eitt fag en það er farið yfir: líffærafræði, næringarfræði, lífeðlisfræði, þjálfunarfræði, sálfræði, skyndihjálp, markaðssetningu, sjúkdómafræði, íþróttasálfræði, prógrammagerð, fæðubótaefni, ástandsmat, matardagbækur, fitumælingar, blóðþrýsting, ummálsmælingar, þolpróf, þolþjálfun, styrktarþjálfun, líkamsbeitingu og teygjur.

Ég er virkilega ánægð með sjálfa mig að hafa skellt mér í þetta og náð í þessa gráðu en það er aldrei að vita hvort ég geri eitthvað meira úr þessu. Ég er byrjuð að kenna Hot Body Toning 1x í viku á Nesinu sem mér finnst mjög gaman svo ég mun mögulega bæta við fleiri tímum í vetur og svo hef ég hugann við að byrja með fjarþjálfun – en ég myndi þá gefa mér góðan tíma fyrst til að undirbúa það því ég vil alltaf gera hlutina vel xx

xx

Birgitta Líf
social media: @birgittalif

Glacial Frost Face Mask

Snyrtivörur

Nafnið á þessum maska er virkilega lýsandi fyrir hann enda mjög kælandi og frískandi fyrir húðina.

Ég fékk á dögunum gefins prufu af þessum nýja íslenska andlitsmaska en hann er framleiddur af fyrirtækinu Feel Iceland sem ég hef verið í samstarfi með í næstum ár núna. Helsta varan sem ég hef verið að nota frá þeim er Marine Amino Collagen duftið sem ég hef áður skrifað um en því bæti ég alltaf útí hafragrautinn minn og boost.

Einsog þið eflaust vitið nota ég nánast eingöngu Laugar Spa þegar kemur að húð- og líkamsvörum en mér finnst alltaf gaman að prófa nýjar vörur og dekra aðeins við húðina. Feel Iceland maskinn er íslensk framleiðsla og einungis unninn úr hreinum náttúrulegum efnum sem mér finnst skipta mjög miklu máli – við viljum jú ekki setja hvað sem er framaní okkur. Frostmaskinn inniheldur lifandi þorskaensím sem á að vinna í að gefa húðinni raka og “plump”.

Maskinn er ólíkur öðrum sem ég hef prófað að því leiti til að hann er í tveimur skrefum; fyrsta skrefið er að bera ískaldann maskann á sem er einsog gel og það seinna að bera kollagen duftið yfir.

Eftir að ég skolaði maskann af bar ég nóg af Laugar Spa serumi á húðina og þrátt fyrir að það sé erfitt að meta maskann út frá einu skipti er það góðs viti að ég vaknaði með silkimjúka húð! Skemmtilegur og öðruvísi maski sem er gaman að sé kominn á markaðinn.

Takk fyrir mig Feel Iceland

xx

Birgitta Líf
social media: @birgittalif


Vöruna fékk ég að gjöf en mér var ekki skylt að skrifa um hana. 


Rainy Festival Weekend

66° NORTHLífiðNikeTíska

GLEÐILEGAN FÖSTUDAG

xx

Fyrir utan brúðkaup ársins þá fór síðustu helgi fram Secret Solstice tónlistarhátíðin í Laugardalnum – einsog hefur líklega ekki farið framhjá mörgum.

Undirrituð var búin að hlakka mikið til og ég var með nokkur outfit tilbúin fyrir þessa helgi. Veðrið lék þó aldeilis ekki við okkur Íslendinga frekar en fyrri daginn og þurftu kjólarnir og strigaskórnir sem ég hafði í huga að fjúka fyrir aðeins vatnsheldari og hlýrri outfitum.

Ég hélt í vonina um að það myndi rætast úr veðrinu en gafst síðan upp og skellti mér á síðustu stundu bæði í 66° Norður og Nike (sem ég er bæði í samstarfi með) og dressaði mig upp! Það síðasta sem mig langaði var að verða blaut eða kalt og ég fór þessvegna all in í að vera klædd í takt við veðrið.


DAY ONE

Við vinkonurnar ákváðum að vera matching fyrsta kvöldið!

Anorakkar: Nike
Peysur: Bylur 66° Norður
Sokkar: Nike
Sneakers: Nike AirForce 1
Bumbags: Nike og 66° Norður

DAY TWO

Jakki: Hvannadalshnjúkur 66° Norður
Taska: Chanel Boy Bag
Buxur: Svartar Bankastræti 66° Norður
Sneakers: Nike AirMax 97

DAY THREE

Síðasta kvöldið rigndi einsog enginn væri morgundagurinn!

Húfa: 66° Norður
Buff: HAD
Jakki: 66° Norður
Buxur: Grænar Bankastræti 66° Norður
Skór: Dr. Martens Chelsea Boot


Þrátt fyrir rigninguna skemmti ég mér konunglega!

Ég hef verið í smá pásu frá Trendnet vegna anna í nýrri vinnu og námi en auk samfélagsmiðlanna fyrir World Class er ég núna að sjá um tvær stöðvar, Seltjarnarnesið og Hafnarfjörð. Síðan var ég að klára einkaþjálfaranám og við tekur útskrift um helgina. Það er því búið að vera nóg að gera, einsog alltaf!

Þangað til næst.

xx

Birgitta Líf
social media: @birgittalif 

Nýja heima: Innflutningspartý

HeimiliðLífið

Ég lét loksins verða að því síðustu helgi að halda innflutningspartý á nýja heimilinu.

Ég bauð nokkrum af mínum bestu vinkonum og áttum við meiriháttar kvöld og svo bættust nokkrir vinir í hópinn þegar leið á kvöldið – ég er svo þakklát fyrir allt það góða fólk sem ég á að! xx

Ég leyfi nokkrum myndum frá kvöldinu að fylgja með en við vorum ótrúlega heppin með veðrið þennan dag og var mikið vor í lofti.

xx

Birgitta Líf
social media: @birgittalif