Gamlársgleðin

HeimiliðLífiðSamstarf

2 0 1 9

Gleðilegt nýtt ár! Aðeins í seinna lagi frá mér þar sem fyrstu tvær vikur ársins hafa flogið áfram og ég hef haft nóg fyrir stafni.

Síðustu áramót voru þau fyrstu eftir að ég flutti að heiman og ákvað ég því að skella í eitt stykki áramótapartý. Mér finnst ótrúlega gaman að halda boð og  fannst því tilvalið tækifæri að bjóða til mín um áramótin. Ég var heima hjá mömmu og pabba með fjölskyldunni fram yfir miðnætti en var búin að undirbúa allt heima hjá mér fyrr um daginn.

Gleðin stóð langt fram eftir morgni og það heppnaðist allt ótrúlega vel. Mér finnst fátt skemmtilegra en að fagna í góðra vina hópi og vona að þetta verði árlegur fögnuður hjá mér! xx

Allar skreytingar fékk ég frá Partývörum – www.partyvorur.is 

xx

Birgitta Líf
social media: @birgittalif

Heima: Elli og Erró

Heimilið

Það er alltaf að verða heimilislegra og heimilislegra hérna hjá mér í Skuggahverfinu en ég hefði aldrei trúað því að mér myndi líða svona ótrúlega vel hérna. Ég eeeelska heimilið mitt og það er fátt skemmtilegra en að halda áfram að gera það fínt.

Þrátt fyrir að vera búin að koma mér mjög vel fyrir þá er alltaf eitthvað sem mig langar að bæta við eða gera og kemur það smám saman. Ég var loksins að fá pabba til að koma og hengja upp tvær myndir hjá mér eftir að ég hafði farið með þær í innrömmun og ég er í skýjunum með útkomuna.

Verkin eru bæði eftirprent sem ég keypti; annað þeirra er eftir hinn eina sanna Erró. Litirnir og myndin sjálf kallaði á mig þegar ég sá hana en mér finnst hún passa virkilega vel hér inn hjá mér.

Hitt er verkið Sugar Hill eftir Ella Egilsson sem smellpassar hér inn. Ég er ótrúlega hrifin af verkunum hans Ella og mæli með að fylgjast með honum á instagram: @elliegilsson

Smá gamlárspartý-undirbúningur í bakgrunn…

xx

Birgitta Líf
social media: @birgittalif

Verkin keypti ég bæði sjálf.

Mín uppáhalds Moët

LífiðSamstarf

Í ár ætla ég að halda áramótapartý heima hjá mér og því er allt á fullu núna í að undirbúa. Þeir sem þekkja mig, eða bara fylgja mér, vita að ég elska kampavín og hef verið í samstarfi með Moët í rúmt ár. Mér finnst alltaf jafn gaman að prófa nýjar týpur af kampavíni og læra meira um hverja flösku og allt sem þessu tengist. Í gær rakst ég svo á skemmtilega færslu um kampavín hér inni á Trendnet: http://trendnet.is/trendnytt/allt-sem-thu-tharft-ad-vita-um-kampavin/  – meira að segja mamma mín hélt að ég hefði skrifað þetta haha.

Kampavín getur verið eins misjafnt og það er margt en að mínu mati er gott kampavín mjööög gott. Það eru margir sem drekka ekki kampavín en vita kannski ekki að það séu til margar týpur. Ég hef oft breytt skoðun vinkvenna minna á kampavíni með því að bjóða þeim uppá hvítu Moët Ice. Hvíta flaskan er klárlega mín uppáhalds enda er ég með mjög sætan smekk þegar kemur að drykkjum (og eftirréttum!!). Ef ég stel örlítið úr færslunni sem ég benti á þá segir þessi listi til um sætustig kampavíns:

Sætustig – Brut, Extra-brut, Sec, Demi-sec, og Doux. Þessar merkingar segja okkur hversu mikill sykur er í víninu, þ.e. hversu sætt kampavínið er.

a.     Brut Nature Brut Zero: 0-3 gr. á líter

b.     Extra Brut : 0-6 g/l

c.      Brut : 0-12 g/l

d.      Extra Sec : 12-17 g/l  Dry17-32 g/l

e.      Demi-Sec : 32-50 g/l

f.       Doux : 50+ g/l

Moët Ice Imperial er demi-sec og því virkilega sæt og fersk.

Kampavín er hugsað að maður eigi að drekka það ískalt en í heitu löndunum í Suður Evrópu var oft erfitt að bera það fram þannig útaf hitanum. Heitt kampavín er já…ekkert sérlega spes. Moët Ice var því framleitt til að bregðast við þessu vandamáli og á að bera það fram í aðeins stærri glösum með klökum, jarðaberjum og myntu. Ég verð með kampavíns”bar” í áramótapartýinu og hlakka til að bera þetta fram á þennan hátt. Maður getur þá ímyndað sér að maður liggi með kampavínsglas við sundlaugabakkann í sól í Grikklandi en ekki hér í kuldanum.

Ég sá þegar ég var að gera þessa færslu að Karen Lind var einnig að blogga um Moët Ice og er ég því ekki ein um að eiga þessa sem uppáhalds. Það hlýtur að vera ágætis gæðastimpill að við skulum báðar setjast niður og skrifa um flöskuna!

Auk Ice verð ég svo að sjálfsögðu einnig með “venjulegar” Moët Imperial í boði, bleikar Moët Rosé Imperial og svarta sem heitir Moët Nectar Imperial. Nectar smakkaði ég í fyrsta sinn í sumar en hún er líka demi-sec og mjög góð.

Það verður nóg af kamapvini hjá mér og mínum einsog þið sjáið en ég mæli með að prófa þessar týpur ef þið hafið ekki smakkað – og hvenær er betra tækifæri fyrir kampavín en einmitt á áramótunum?

Mig langar að skjóta því inní að ég er að gefa smá áramótapartýpakka sem inniheldur Moët Ice Imperial á instagram og dreg út í kvöld xx

Það er margt spennandi framundan hjá mér á nýju ári með Moët sem nær meiraðsegja út fyrir landsteinana. Ég hlakka til að segja ykkur betur frá því þegar þar að kemur.

Áramótakveðja

xx

Birgitta Líf
social media: @birgittalif

Multimasking með Laugar Spa

Laugar SpaSnyrtivörurÚtlit

Ég var á leið í langt flug í gær og nýtti því kvöldið áður í að undirbúa húðina með örlitlu extra dekri. Ég reyni að vera dugleg að setja á mig maska og hreinsa og hugsa alltaf vel um húðina en einsog þið eflaust nota ég alltaf Laugar Spa vörurnar sem ég á smá þátt í að hanna og þróa og eeeelska hverja einu og einustu vöru í línunni!

Eftir að ég hafði hreinsað húðina vel setti ég bæði Laugar Spa FACE Mud mask og Laugar Spa FACE Radiant Mask á mig meðan ég pakkaði í töskur. Ég setti hreinsimaskann á T-svæðið og rakamaskann á restina af andlitinu og hálsinn og húðin var einsog ný og stútfull af raka fyrir ferðalagið.

Ein helsta ástæðan fyrir að ég elska vörurnar er hversu hreinar þær eru en þær eru allar lífrænar og ekki prófaðar á dýrum, mæli með xx

xx

Birgitta Líf

socialmedia: @birgittalif

Gestaþjálfari, skemmtileg æfing og nýtt námskeið

ÆfingarWorld Class

Í síðustu viku átti ég frábrugðinn og skemmtilegan vinnudag þar sem ég var gestaþjálfari á námskeiðunum hjá Söndru vinkonu sem hún er með í World Class í Smáralindinni. Dagurinn byrjaði eldsnemma en fyrsta æfingin var kl 06:30 og sú síðasta kl 18:30 – með hléum. Fyrir utan að vera einkaþjálfari er Sandra einnig þjálfari hjá KVAN, (KVAN hjálpar þér að ná markmiðum þínum, takast á við hindranir og auka sjálfstraust þitt), og hafa námskeiðin hennar því þá sérstöðu að einblína ekki einungis á líkamlegan styrk og heilsu heldur einnig þá andlegu en fyrstu 15 mínútur af hverjum tíma fara í spjall um markmið og andlegu hliðina sem er ekki síður mikilvægt fyrir heilsuna.

Það var ótrúlega gaman að koma inn sem gestaþjálfari og tókum við Sandra æfinguna síðan sjálfar með síðasta hópnum – þannig ég get vottað fyrir að hún tekur vel á!

Æfingin er með formatinu 10 til 1 en ég man alltaf eftir æfingu í MGT hjá Birki í Laugum sem var með því formi og hefur verið í uppáhaldi hjá mér síðan. Það skemmtilega við slíkar æfingar er að maður er í raun í kappi við sjálfan sig og sín eigin markmið og gerir hver og einn æfinguna eins erfiða og honum hentar. Æfingin virkar semsagt svoleiðis að maður byrjar á efstu æfingunni (10 hnébeygjur) og síðan byrjar maður aftur efst og tekur efstu æfinguna (10 hnébeygjur) og bætir síðan næstu æfingu við (9 jumping janes) og færir sig síðan aftur efst. Tekur þá 10…9…og 8, og svo koll af kolli bætir maður alltaf næstu æfingu við og vinnur sig síðan niður listann þar til maður tekur allar æfingarnar í röð í lokin. Settin eru því í heildina 10 en hvert sett er með einni fleiri æfingu en settið á undan. Ég vona að ég sé að ná að útskíra þetta nógu vel.

Það vinnur hver og einn á sínum hraða en það er í raun engin pása á æfingunni. Á námskeiðinu gáfum við hópnum 25 mínútur í þessa æfingu (eftir góða upphitun) og náðu einungis nokkrar að klára allann listann í gegn. Það er því annaðhvort hægt að taka æfinguna svoleiðis og setja sér markmið um að komast lengra næst þegar maður tekur hana (ef maður nær ekki að klára á 25 mín) – eða ef þið eruð ekki í tímaþröng að klára þá bara alla æfinguna í gegn og taka tímann og reyna þá að bæta hann næst. Ég lét samt alla taka síðustu æfinguna, mínútu keyrslu á assault hjólinu eða róðravélinni, þrátt fyrir að hafa ekki náð að klára hinar æfingarnar í gegn. Virkilega góður finisher!


10 to 1
workout by Birgitta Líf

  • 10 hnébeygjur m/stöng

  • jumping jacks

  • wall balls

  • lemon squeezers (https://www.youtube.com/watch?v=jvo97VVmjQg)

  • afturstig m/plötu overhead

  • burpees

  • strict press m/stöng (axlapressa)

  • box jumps

  • armbeygja + T plank (hliðarplanki)

  • mín á assault bike eða róðrarvél

Ég mæli með að setja plötur/þyngd á stöngina fyrir hnébeygjurnar og axlapressurnar og frekar létta hana eftir því sem líður á æfinguna.


Mig langar að plögga smá þar sem ég get innilega mælt með Söndru sem þjálfara og benda á að það eru að hefjast ný námskeið hjá henni í næstu viku en allar upplýsingar fáið þið hjá henni sjálfri á instagram xx

Endilega taggið mig eða sendið mér ef þið takið æfinguna – hef virkilega gaman af því að fá að fylgjast með!

“Njótið” vel … eða njótið svitabaðsins sem þessi æfing er haha!

xx

Birgitta Líf
socialmedia: @birgittalif

Birthday Brunch

LífiðUppskriftir

Ég fæ sjaldan jafnmörg skilaboð á instagram einsog þegar ég baka! Ég geri líka nokkuð mikið af því og elska að dunda mér í eldhúsinu og baka eða elda eitthvað gott. Áður en ég fór til Kína bauð ég nokkrum vinkonum til mín í sunnudagskaffi/brunch en eins og ég hef gert síðustu ár. Það er svo kósý að hittast í kökur og gúrm í rólegheitum á sunnudegi og svo hef ég stundum haldið stærra partý seinna – ég t.d. hélt upp á 25 ára afmælið mitt í febrúar á þessu ári, ekki nema fjórum mánuðum eftir afmælið haha.

Þetta árið bauð ég upp á vanillucupcakes, mini pizzur, eggjamuffins, súkkulaðibita-saltkaramellu-brownie og að sjálfsögðu lakkrísbombuna mína.

Það voru ótrúlega margir sem báðu um uppskrift af lakkrísbombunni en hún er einmitt hérna inni á blogginu frá því í fyrra: Lakkrísbomban og var það vinsælasta færslan mín á síðasta ári – frekar fyndið en vel skiljanlegt enda er hún sturlað góð þó ég segi sjálf frá. Ég hef þróað og breytt kökunni örlítið í hvert skipti sem ég geri hana, t.d. hvernig ég skreyti hana eða geri karamelluna yfir og í ár keypti ég makkarónur að auki til að skreyta sem kom mjög vel út og fékk meira að segja vinkonur mínar til að efast um að ég hafi gert hana sjálf. Ég á mjög auðvelt með að detta í gír við að skreyta kökur og get alveg dundað mér í því heillengi.

Ég á enn eftir að prófa mig áfram með súkkulaðibita-saltkaramellu-brownie kökuna en þetta var bara hugmynd sem ég fékk þegar ég var að undirbúa brunchinn og var hún því ekki alveg fullkomin – en virkilega bragðgóð samt sem áður. Ég deili mögulega uppskrift af henni þegar ég er búin að mastera hana. Bollakökurnar voru bara vanillukökubotn (Betty) með vanillubúðing útí, bara duftinu, til að þær yrðu meira fluffy, og sama kremi og lakkrísbomban mínus lakkrísduftið. Þær klikka ekki!

Ég bakaði síðan mini-pizzur eftir uppskrift sem ég hef gert síðan í grunnskóla og skipti í margar litlar pizzur í stað þess að gera venjulegan botn. Á pizzurnar setti ég sósu (ég blanda alltaf saman pizzasósu og tómatsósu + oregano), rifinn ost, pepperoni, piparost og saxaðar döðlur sem setja punktinn yfir i-ið – ég mæli með að þið prófið að setja eða panta ykkur döðlur á pizzu næst, það kemur virkilega á óvart. Eggjamuffins er mjög bragðgott og sniðugt líka bara í venjulegan morgun- eða hádegismat enda hollt og gott en þar blanda ég eggjum saman í skál og blanda grænmeti og öðru sem mér dettur í hug saman við. Þessu er svo skipt í muffinsform og bakað í ofni í 15-20 mínútur. Gerist ekki einfaldara!

Ykkur er alltaf velkomið að senda mér skilaboð á instagram ef þið hafið frekari upplýsingar um baksturinn.

xx

Birgitta Líf
social media: birgittalif

Kína: Part II & Hong Kong

66° NORTHLífið

Mikið er dásamlegt að vera komin heim! Ég sit í hægindastólnum mínum heima vafin inn í teppi á þessum kalda sunnudegi. Eins gaman og það er að ferðast og fara á nýja staði þá er alltaf svo gott að koma heim og ég tek kuldanum og vetrinum fagnandi.

Við fórum einn dag í Jinan Wild Life Park sem er eins konar dýragarður nema að þetta er í upprunalegum heimkennum dýranna og búið að girða af og setja veg í gegn. Garðurinn var því risastór og ekki eins og “típískir” dýragarðar en að keyra þarna í gegn minnti mig mikið á þegar ég fór í safari í Suður Afríku og fannst mér þessi dýragarður því (vonandi) örlítið betri en commercial dýragarðar. Ég er algjör dýramanneskja og þessi dagur var einn sá skemmtilegasti í ferðinni!

Síðustu dagarnir í Kína liðu ótrúlega hratt en mestur tíminn fór í æfingar fyrir lokakvöldið sem var skipt í tvennt; galakvöld og svo útishow við Daming Lake, sem er einn af fallegri stöðunum í Jinan.

Ferðalagið okkar heim var yfir 40 tímar en inni í því var 12 tíma millilending í Hong Kong. Við vorum löngu búnar að ákveða að hanga ekki inni á flugvelli í þessa tólf tíma og erum svo heppnar að eiga góða vinkonu sem býr í Hong Kong. Denise, ásamt þeim Gísla og Karitas sem búa líka í Hong Kong, voru svo yndisleg að guide-a okkur um borgina og fara með okkur LOKSINS að borða venjulegan mat. Matur hefur held ég sjaldan bragðast jafn vel og þennan dag haha. Hong Kong fannst mér alveg stórkostleg og ég væri mikið til í að ferðast þangað aftur og kynnast borginni enn betur. Við höfðum auðvitað lítinn tíma en röltum um Soho, fórum upp á The Peak þar sem er sturlað útsýni yfir alla borgina, og borðuðum svo á æðislegum stað með útsýni yfir höfnina og yfir á meginlandið. Virkilega góður endir á skemmtilegri ferð xx

xx

Birgitta Líf
social media: @birgittalif

Kína: Part I

66° NORTHLífið

Ni hao frá Kína

xx

Þetta blogg kemur líklega inn um miðja nótt á Íslandi vegna þess að ég er stödd nánast hinumeginum á hnettinum, eða í Jinan, borg í Shandong héraði í Kína. Líkt og fyrir akkúrat ári síðan fékk ég aftur tækifæri til að heimsækja Kína, þetta magnaða land, á vegum Ungfrú Ísland þar sem ég er framkvæmdarstjóri og fylgi stúlku frá Íslandi hingað út til að taka þátt í Miss Globalcity.

Ég bloggaði um ferðalagið á síðasta ári hér en í ár er það Telma Rut, ein af mínum bestu vinkonum, sem tekur þátt í Miss Globalcity fyrir hönd Íslands en hún var í Ungfrú Ísland 2016. Það er virkilega dýrmætt fyrir okkur að upplifa þetta ævintýri saman og gott að hafa hvor aðra þar sem hlutirnir (og þá sérstaklega maturinn!!) og menningin hér er virkilega ólík öllu heima. Þrátt fyrir að finnast maturinn ekki mjög geðslegur og margt skrítið hérna þá er ekkert smá gaman að fá að ferðast um heiminn, sjá öðruvísi hluti og kynnast fólki frá öllum heimshornum. Ég þurfti að minnsta kosti ekki að hugsa mig tvisvar um þegar ég fékk aftur boðið um að koma út í ár. Í fyrra vorum við í Shanghai en núna erum við í Jinan. Jinan er ekki jafn mikil stórborg og Shanghai og mér finnst ég vera að upplifa ennþá meiri local hluti hérna – ég “þekki” líka betur hvernig allt virkar hérna núna og er óhræddari við að fara bara sjálf út og skoða mig um.

Ferðalagið var um 25 klukkutímar en við Telma steinsváfum báðar í lengsta fluginu, um 11 tíma, svo að ferðalagið var frekar þægilegt. Það endaði þó á því að taskan mín kom ekki og það var hægara sagt en gert að reyna að hafa samskipti við fólkið á flugvellinum sem talaði enga ensku. Þegar tveir dagar voru liðnir og ekkert bólaði á töskunni minni endaði ég á því að hringja heim á Keflavíkurflugvöll og dömurnar hjá IGS voru svo yndislegar og fundu út að taskan mín var stödd í HongKong og átti að koma til Jinan daginn eftir – þær gerðu alveg daginn minn enda átti ég afmæli daginn eftir, þann 19 október! Besta afmælisgjöfin var klárlega að fá dótið mitt og NESTIÐ: Nocco, Froosh og bollasúpur sem halda mér á lífi hérna haha…

Afmælisdagurinn var yndislegur. Við skoðuðum nokkra fallega staði hér í borginni og um kvöldið héldu stjórnendur Miss Globalcity smá afmælisboð fyrir mig og Telmu, en hún átti svo afmæli þann 20. október. Það að vera svona langt í burtu frá Íslandi, fjölskyldu og vinum á afmælinu fær mann virkilega til að hugsa um allt sem maður hefur og ég fer þakklát og glöð inn í tuttugasta og sjötta aldursárið!

Ég sit núna og fylgist með æfingu fyrir lokakvöld Miss Globalcity en þar sit ég aftur í dómarasæti og fer keppnin fram eftir tvo daga. Þetta er allt saman dýrmæt upplifun en ég hlakka samt mjög til að koma heim xx

Þangað til næst, xiéxié.

xx

Birgitta Líf
social media: @birgittalif

Heimsókn til Sigurðar Sævars

Lífið

Sigurður Sævar bauð mér að koma í heimsókn á dögunum í nokkurs konar einka-myndlistasýningu á verkum hans – ekki slæmt það.

Ég hef í nokkurn tíma fylgst með unga listamanninum Sigurðir Sævari á instagram og langar mikið í verk eftir hann á heimilið mitt. Á dögunum opnaði sýning á myndverkum hans í Smiðjunni listhúsi í Ármúla en ég gat því miður ekki verið stödd við opnunina þar sem ég er í Kína. Sigurður bauð mér þá að koma í heimsókn til sín áður en ég fór út og skoða verk hans. Við Jóna vinkona kíktum til hans í síðustu viku og það var virkilega gaman að koma til hans, fá að kynnast því hvernig þetta allt byrjaði hjá honum og söguna á bakvið nokkur af verkunum – en Sigurður Sævar er virkilega hæfileikaríkur og er ekki nema 21 árs!

Ég hafði augastað á einu af verkum hans en það seldist á fyrsta kvöldi sýningarinnar. Það kom mér ekki á óvart en ég er virkilega hrifin af þessari nýju “myndaseríu” sem hann er að vinna að núna og er viss um að ég muni fjárfesta í verki eftir Sigurð Sævar fyrr en síðar. Ég mæli með að kíkja á sýninguna hans en fyrir áhugasama stendur hún til 28. október.

xx

Birgitta Líf
social media: @birgittalif

Lagersala 66°North

66° NORTHSamstarf

Í samstarfi við 66° langar mig að deila með ykkur að lagersala 66° Norður hefst í dag, fimmtudaginn 11. október, og mun standa út 17. október!

Ég kíkti á lagersöluna í gær þar sem ég skoðaði úrvalið og mátaði nokkrar flíkur sem þar verða í boði. Ég setti eina mynd í story á instagram í gærkvöldi og fékk strax nokkur skilaboð um hvar og hvenær lagersalan færi fram; hún fer fram í útsölumarkaði 66° í Faxafeni (og í Skipagötu á Akureyri).

Úrvalið á lagersölunni er virkilega gott en þar er allt frá ungbarnagöllum yfir í úlpur og vinnuföt. Það leynast ýmsar gersemar inn á milli og tók ég sérstaklega eftir hvað úrvalið af stuttermabolum er gott – bæði stelpu og stráka – en það er einmitt 2fyrir1 tilboð af stuttermabolum.

Ég tók litla bróðir minn með mér til að geta sýnt betur það sem í boði er fyrir bæði kyn en við smelltum myndum af nokkrum af okkar uppáhaldsvörum sem í boði eru!

xx

xx

Valdar vörur af lagersölunni eru svo fáanlegar í vefverslun en úrvalið má skoða hér xx

xx

Birgitta Líf
social media: @birgittalif