Birgitta Líf

Hawaii í hnotskurn

Lífið

ALOHA

xx

Einsog ég hef skrifað um áður þá fór ég til Hawaii um páskana með fjölskyldunni. Ég hef ferðast víða en þessi staður er einn sá fallegasti og yndislegasti sem ég hef komið til en við vorum að fara til Hawaii í fyrsta skipti og varð eyjan Maui fyrir valinu eftir mikið google. Við vorum á hóteli á Wailea svæðinu á Maui en það er veðursælli hluti eyjunnar. Ég mæli klárlega með Maui ef þið eruð á leið í framandi frí – þangað mun ég fara aftur!

Mig langaði að deila með ykkur myndum úr fríinu, bæði af snapchat, myndavélinni og instagram sem sýnir smá hnotskurn af Hawaii.

xx

Birgitta Líf
instagram & snapchat: birgittalif 

Laugar Spa kampavínsbröns

Laugar SpaLífiðSnyrtivörurÚtlit

Í gær héldum við kampavínsbröns til að fagna því að tvær nýjar vörur voru að bætast við Laugar Spa snyrtivörulínuna, FACE BODY HOME. Nýju vörurnar eru báðar í BODY flokknum en það eru Body Mist og Shower Oil sem við mamma erum svo stoltar af og eru loksins komnar í sölu eftir rúmlega ár hjá okkur í þróun. Vörurnar koma báðar í tveimur ilmum; seiðandi sweet amber/patchouli og frískandi lemongrass/verbena.

BODY Shower Oil:

 • Sturtuolía sem gefur húð þinni næringu, vellíðan og ljóma.
 • 50% af blöndunni inniheldur næringarríkar olíur.
 • Fullkomin blanda sem þurrkar ekki yfirborð húðar og stuðlar að jafnvægi PH stigs.
 • Varan er lífræn með viðbættri náttúrulegri blöndu. Að mestu unnin úr lífrænu grænmeti, ávöxtum og jurtum.
 • Inniheldur engin aukaefni og er án: parabena, litarefna, bindiefna, bensíns og allra jarðolía, gervi-ilmefna, allra pega.
 • Varan er ekki prófuð á dýrum.

BODY Mist:

 • Milt Body Mist.
 • Ilmur sem hentar öllum aldurshópum og báðum kynjum.
 • Frábært að nota á eftir líkamslínunni til þess að ýkja ilminn.
 • Hægt að nota sem herbergisilm fyrir andrúmsloftið.
 • Varan er lífræn með viðbættri náttúrulegri blöndu. Að mestu unnin úr lífrænu grænmeti, ávöxtum og jurtum.
 • Inniheldur engin aukaefni og er án: parabena og litarefna.
 • Varan er ekki prófuð á dýrum.

 

 DJ Dóra Júlía hélt uppi stemningunni og í boði voru veitingar og djúsar frá Joe & the JuiceMoët kampavín, makkarónur og fleira góðgæti. Partývörur  hjálpuðu okkur að skreyta salinn með gullfallegum blöðrum, fánum og borðskrauti sem settu punktinn yfir i-ið. Allir gestir fengu svo að útbúa sinn eigin gjafapoka með því að velja sér ilm af nýju vörunum auk vöru að eigin vali úr línunni sjálfri.

Viðburðurinn heppnaðist ótrúlega vel og áttum við yndislega stund í góðum hópi – takk fyrir komuna! x

xx

Birgitta Líf
instagram & snapchat: birgittalif

Maui Motivation

ÆfingarLífiðNike

Ég var að renna í gegnum myndirnar í tölvunni minni þegar ég rakst á þessar æfingamyndir frá Hawaii – en ég eyddi s.l. páskum á eyjunni Maui á Hawaii. Það var virkilega hvetjandi að mæta á æfingar á morgnana í þessu dásamlega umhverfi en ræktin á hótelinu var hálfpartinn inni og hálfpartinn úti sem var virkilega skemmtilegt concept. Ég smellti nokkrum myndum af æfingu einn morguninn en það er vel hægt að taka fjölbreytta og góða æfingu með dýnu, Bosu bolta og TRX bönd að vopni.

Ég ferðaðist svo að sjálfsögðu með Nocco með mér til að koma mér enn frekar af stað á morgunæfingarnar!

xx

xx

Birgitta Líf
instagram & snapchat: birgittalif

Saga Sig x Laugar Spa

Laugar SpaSnyrtivörur

Ég sagði ykkur frá myndatöku sem við Helgi Ómars vorum saman í hér en myndirnar eru loksins komnar út!

Myndirnar eru fyrir nýja herferð Laugar Spa snyrtivörulínunnar og eru myndirnar að mínu mati alveg í takt við vörurnar – hreinar, lífrænar og náttúrulegar án allra aukaefna og ekki prófaðar á dýrum xx

Myndirnar tók drottningin hún Saga Sig og um förðunina sá Ásta Haralds – dream team! Ásamt okkur Helga voru módel; stelpurnar úr Ungfrú Ísland 2016 og mamma, hönnuður línunnar.

xx

xx

Birgitta Líf

instagram&snapchat: birgittalif

Birgitta Líf: Update

Lífið

Góða kvöldið! Það eru komnar tæpar tvær vikur frá því þið heyrðuð síðast frá mér hérna inná og finnst mér ég því skulda smá update xx

Ef þið eruð að fylgja mér á samfélagsmiðlum hafið þið eflaust tekið eftir því að síðustu vikur hafa verið mjög busy hjá mér sem skýrir bloggleysið. Lokakvöld Ungfrú Ísland fór fram í Hörpunni síðastliðið laugardagskvöld og gekk allt ótrúlega vel. Sem framkvæmdarstjóri voru síðustu dagar fyrir lokakvöldið langir og strangir í að klára allan undirbúning og skilaði það sér með frábæru showi um helgina. Ég var einnig að fljúga samhliða þessu og tók litla bróðir minn m.a. með í stopp til New York sem var virkilega notalegt, meira frá því seinna. Strax á mánudaginn byrjaði ég að vinna við nýtt verkefni en það er kvikmyndin Fullir Vasar (http://www.mbl.is/folk/frettir/2017/08/24/snapchat_stjornur_a_hvita_tjaldinu/) þar sem ég er production manager. Ég er dugleg að grípa tækifærin sem berast mér og fannst þetta virkilega spennandi og skemmtilegt verkefni og hlakka mikið til að segja ykkur betur frá því. Á mánudaginn fór ég líka og hitti leiðbeinandann minn í mastersverkefninu mínu og fer veturinn því auk annarra verkefna í að klára eitt stykki meistararitgerð í alþjóðaviðskiptum.

Ég ætla að leyfa nokkrum myndum af snapchat og instagram frá síðustu vikum að fylgja með!

Eins og þið sjáið er í nógu að snúast hjá mér og margt skemmtilegt og spennandi á döfinni. Í allri þessari törn missti ég hundinn minn hann Tímon, ástarengilinn minn. Hann var á þrettánda ári og orðinn gamall og veikur. Það var svo ótrúlega dýrmætt að fá að kveðja hann og var kveðjustundin eins yndisleg og hún var erfið ♡

Ég er með fullt af skemmtilegum færslum í vinnslu og hlakka til að deila meiru með ykkur. Þangað til næst,

xx

Birgitta Líf
instagram & snapchat: birgittalif