Birgitta Líf

Back to gym giveaway

ÆfingarNikeSamstarfWorld Class

Ég er með ultimate back to gym gjafaleik á instagram í samstarfi með World Class, Nocco og Nike!

Það eru margir að koma sér aftur af stað í rútínu hvort sem er í skólanum, vinnu eða æfingum og að mínu mati er fátt meira hvetjandi en nýir hlutir sem peppa mann af stað. Ég tók saman pakka með mínum samstarfsaðilum og þeir sem taka þátt á instagram geta unnið pakka sem inniheldur: þriggja mánaða spa kort í World Class, kassa af Nocco að eigin vali og Nike Element æfingapeysu. Til að taka þátt þarf bara að followa @worldclassiceland @nikeisland @noccoiceland og mig @birgittalif og tagga síðan “æfingafélagann” undir myndina mína xx

Eru ekki annars allir að koma sér back to the gym? 💪

xx

Birgitta Líf
social media: @birgittalif

Nýja heima: by Helgi

Heimilið

Yndið hann Helgi gaf mér myndatöku af heimilinu í innflutningsgjöf sem við biðum samt aðeins með þar til ég væri búin að koma mér betur.

Núna er ég búin að búa á Vatnsstígnum í tæpa fjóra mánuði og mér líður bara betur og betur – hér er yndislegt að vera!

Mig langar að deila með ykkur nokkrum af myndunum sem Helgi tók, en það er síðan á dagskránni hjá mér að gera ítarlegri færslu með meiri ‘details’ hvaðan allt er þar sem ég fæ mjög mikið af skilaboðum á instagram útí heimilið og hlutina mína xx

xx

Birgitta Líf

social media: @birgittalif

Heilsuspjallið: Jórunn Ósk

ÆfingarHeilsaRVKfit

Næsti viðmælandi í Heilsuspjallinu er mín besta vinkona og æfingafélagi, Jórunn Ósk. Það er vel við hæfi að spjalla við hana um heilsu og hreyfingu enda kynntumst við bókstaflega í ræktinni fyrir nokkrum árum þegar við byrjuðum að hlaupa saman fyrir hálfmaraþon og er hún í dag ein af mínum bestu vinkonum. Jórunn er ótrúlega dugleg á æfingum og hvetur mig alltaf áfram – maður kemst ekkert upp með að sleppa því að mæta á æfingu með henni!

Hver er Jórunn?

Jórunn Ósk heiti ég og er 25 ára gömul. Ég er með BSc próf í Viðskiptafræði úr Háskóla Íslands og starfa sem samfélagsmiðlastjóri hjá heilsu- og íþróttadeild Icepharma ásamt því að vera ritstjóri H Magasín.

@jorunnosk á Instagram, RVKfit á Snapchat og nýlega byrjuð að blogga inná rvkfit.is

 

Hversu oft æfir þú í viku og hvernig?

Ég reyni að æfa 6x í viku, einungis vegna þess hve skemmtilegt mér finnst það. Mér finnst samt nauðsynlegt að taka allavega einn hvíldardag í viku og hlusta alltaf vel á líkamann. Eins og er tek ég hlaupaæfingu/sprettæfingu 3x í viku og styrktaræfingu 2x í viku með Mark þjálfaranum okkar, á laugardögum tek ég svo alltaf einhverja skemmtilega æfingu sem getur verið allavega. Við stelpurnar höfum verið duglegar að fara upp í Kringlu og taka einhversskonar Tabata æfingu og leikum okkur svo eitthvað eftirá. Ég veit ekkert skemmtilegra en að æfa í góðum félagsskap. Stundum stelst ég svo til þess að mæta til Birkis í MGT tíma eða hópþjálfun hjá Indíönu en mér finnst mjög gaman að mæta í allskyns hópatíma.

 

Hvað gerir þú til að koma þér í gírinn fyrir æfingu?

Tónlist kemur mér yfirleitt alltaf í gírinn. Lengi vel var ég vön að gíra mig upp fyrir æfingar með einhverjum koffín drykkjum en í byrjun þessa árs ákvað ég að minnka aðeins koffín neysluna og það bitnar alls ekki á æfingunum hjá mér. Þetta er bara eitthvað sem ég var búin að venja mig á og var alls ekki nauðsynlegt fyrir mig, núna hef ég miklu meira úthald á æfingum því það er engin hætta á að ég “crashi”. Það er þó alltaf mjög peppandi að vera með eitthvað í brúsanum fyrir æfingar, þá hef ég verið að velja Amino Power pre-workoutið frá NOW en það inniheldur ekki mikið magn af koffíni og er gott fyrir úthald og endurheimt.

 

Hver er uppáhalds æfingin þín?

Hnébeygja hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi, það er hægt að leika sér með allskonar útfærslur og svo er hægt að gera hana með eða án þyngdar. Annars hef ég verið ansi handstöðu sjúk uppá síðkastið og finnst mjög gaman að vippa mér á hvolf og reyna að halda handstöðunni eins lengi og ég get. Næsta markmið er að geta labbað á höndum.

 

Hversu lengi hefur þú haft áhuga á heilbrigðum lífsstíl og stundað líkamsrækt?

Ég hef engan íþróttabakgrunn og labbaði inn í líkamsræktarsal í fyrsta sinn þegar ég var 17 ára. Þá fannst mér það bara frekar leiðinlegt en eftir einhvern tíma þá var þetta bara orðin hluti af lífsstílnum og í dag gæti ég ekki ýmindað mér líf mitt án þess. Áhuginn jókst svo bara með árunum, mjög líklega vegna þess að maður varð fróðari um hvað heilsan skiptir mann miklu máli en líka vegna þess að manni líður svo miklu betur andlega og líkamlega þegar að maður hugar vel að heilsunni og hreyfir sig.

 

Viltu deila með okkur einhverju góðu ráði? 

Það sem kom mér almennilega af stað í ræktinni var félagsskapurinn. Mér finnst ómetanlegt að eiga góða æfingu með vinkonum og veit varla neitt skemmtilegra. Ég hef því alltaf sótt í að æfa í einhversskonar hóp, hef mjög gaman af öllum hóptímum og hópþjálfun.

Eina ráðið sem ég gæti gefið væri að setja sér raunhæf markmið sem auðvelt er að fylgja eftir og setja sér niður eitthvað prógram. Í dag hefur maður svo góðan aðgang að allskyns prógrömmum í gegnum netið sem auðvelt er að fara eftir og halda manni vel við efnið. Ég hef notað mikið NTC – Nike Training appið sem og NTR – Nike Running appið.

 

Hvaðan færð þú inspo og motivation?

Ég held það sé bara fólkið í kringum mig sem að hvetur mig mest áfram.

 

Eru einhverjir á samfélagsmiðlum sem þú mælir með að fylgjast með til að fá hugmyndir að æfingum og hvatningu?

Ég hef lengi fylgst með @kirstygodso en hún er Nike master trainer og er því alger Nike-ari og setur oft inn skemmtilegar æfingar.

 

Fylgir þú einhverju sérstöku matarræði?

Nei það hefur aldrei hentað mér að setja mér einhver boð eða bönn hvað varðar mataræði. Ég reyni alltaf að velja hollari kostinn og reyni að borða það sem mér líður vel af. Annars er ég alger sælkeri og nýt þess mjög að borða góðan mat og auðvitað leyfi ég mér það :)

 

Notar þú einhver fæðubótarefni? 

Ég tek alltaf inn vítamín, núna er ég að taka EVE fjölvítamínið fyrir konur frá NOW, D-vítamín, hvítlaukstöflur sem eru bólgueyðandi og hafa hreinsandi áhrif og Rhodiola sem á að draga úr stressi og hafa góð áhrif á hugræna getu. Ásamt þessu tek ég oft inn góðgerla sem hafa góð áhrif á meltinguna og hörfræolíu sem hefur marga kosti en hún smyr líkamann að innan sem utan og er því góð fyrir liðina, húð, hár og neglur til dæmis.

Eins og ég kom svo inná hér fyrir ofan þá drekk ég stundum pre-workout fyrir æfingar en þá vel ég Amino Power frá NOW sem hentar vel fyrir mig.

 

Hvert er þitt guilty pleasure?

Örugglega ekkert ‘guilty’ pleasure, heldur bara pleasure. Ég elska ekkert meira en pizzur. Held að allir sem þekki mig viti hversu mikill pizzu aðdáandi ég er.

 

Lumar þú á góðri uppskrift sem þú vilt deila með lesendum?

Ég er mjög einföld þegar það kemur að mat og því luma ég ekki á mörgum uppskriftum. Mig langar því frekar að deila með ykkur skemmtilegri sprettæfingu sem ég tek oft þegar ég veit ekki hvað ég á að gera í ræktinni:

1x 800m

2x 400m

1x 600m

2x 300m

1x 400m

2x 200m

1x 200m

2x 100m

1 mín hvíld á milli spretta

 

Lokaorð?

Takk kærlega fyrir mig og hlakka til að fylgjast með næstu viðmælendum!

 

 

Ég get tekið undir það með Jórunni að sprettæfingin sem hún deildi er mjög skemmtileg og tekur vel á en við höfum tekið hana nokkrum sinnum saman, mæli með!

xx

Birgitta Líf
social media: @birgittalif

Einkaþjálfunarréttindi

ÆfingarHeilsaLífiðWorld Class

LOKSINS

Síðustu helgi útskrifaðist ég úr Einkaþjálfaraskóla World Class með réttindi (samþ. af Menntamálaráðuneytinu) til að starfa sem einkaþjálfari. Ég segi loksins því þetta nám er eitthvað sem mig hefur lengi langað að fara í. Ég ætla ekki (einsog er að minnsta kosti) að byrja að vinna sem einkaþjálfari en þar sem ég vinn í líkamsræktarstöð, æfi sjálf flesta daga, hef mikinn áhuga á heilsu og æfingum og fæ mjög mikið af spurningum og skilaboðum því tengdu langaði mig að fara í þetta nám til að vita meira, læra hlutina betur og vera með eitthvað bókstaflegt á bakvið það sem ég deili til annarra.

Námið tók ég í vor samhliða flutningum og nýrri vinnu svo það var frekar strembið að mæta einnig í skólann alla laugardaga en það var virkilega fjölbreytt og skemmtilegt. Það eru nokkrir kennarar við skólann fyrir hvert og eitt fag en það er farið yfir: líffærafræði, næringarfræði, lífeðlisfræði, þjálfunarfræði, sálfræði, skyndihjálp, markaðssetningu, sjúkdómafræði, íþróttasálfræði, prógrammagerð, fæðubótaefni, ástandsmat, matardagbækur, fitumælingar, blóðþrýsting, ummálsmælingar, þolpróf, þolþjálfun, styrktarþjálfun, líkamsbeitingu og teygjur.

Ég er virkilega ánægð með sjálfa mig að hafa skellt mér í þetta og náð í þessa gráðu en það er aldrei að vita hvort ég geri eitthvað meira úr þessu. Ég er byrjuð að kenna Hot Body Toning 1x í viku á Nesinu sem mér finnst mjög gaman svo ég mun mögulega bæta við fleiri tímum í vetur og svo hef ég hugann við að byrja með fjarþjálfun – en ég myndi þá gefa mér góðan tíma fyrst til að undirbúa það því ég vil alltaf gera hlutina vel xx

xx

Birgitta Líf
social media: @birgittalif

Glacial Frost Face Mask

Snyrtivörur

Nafnið á þessum maska er virkilega lýsandi fyrir hann enda mjög kælandi og frískandi fyrir húðina.

Ég fékk á dögunum gefins prufu af þessum nýja íslenska andlitsmaska en hann er framleiddur af fyrirtækinu Feel Iceland sem ég hef verið í samstarfi með í næstum ár núna. Helsta varan sem ég hef verið að nota frá þeim er Marine Amino Collagen duftið sem ég hef áður skrifað um en því bæti ég alltaf útí hafragrautinn minn og boost.

Einsog þið eflaust vitið nota ég nánast eingöngu Laugar Spa þegar kemur að húð- og líkamsvörum en mér finnst alltaf gaman að prófa nýjar vörur og dekra aðeins við húðina. Feel Iceland maskinn er íslensk framleiðsla og einungis unninn úr hreinum náttúrulegum efnum sem mér finnst skipta mjög miklu máli – við viljum jú ekki setja hvað sem er framaní okkur. Frostmaskinn inniheldur lifandi þorskaensím sem á að vinna í að gefa húðinni raka og “plump”.

Maskinn er ólíkur öðrum sem ég hef prófað að því leiti til að hann er í tveimur skrefum; fyrsta skrefið er að bera ískaldann maskann á sem er einsog gel og það seinna að bera kollagen duftið yfir.

Eftir að ég skolaði maskann af bar ég nóg af Laugar Spa serumi á húðina og þrátt fyrir að það sé erfitt að meta maskann út frá einu skipti er það góðs viti að ég vaknaði með silkimjúka húð! Skemmtilegur og öðruvísi maski sem er gaman að sé kominn á markaðinn.

Takk fyrir mig Feel Iceland

xx

Birgitta Líf
social media: @birgittalif


Vöruna fékk ég að gjöf en mér var ekki skylt að skrifa um hana. 


Rainy Festival Weekend

66° NORTHLífiðNikeTíska

GLEÐILEGAN FÖSTUDAG

xx

Fyrir utan brúðkaup ársins þá fór síðustu helgi fram Secret Solstice tónlistarhátíðin í Laugardalnum – einsog hefur líklega ekki farið framhjá mörgum.

Undirrituð var búin að hlakka mikið til og ég var með nokkur outfit tilbúin fyrir þessa helgi. Veðrið lék þó aldeilis ekki við okkur Íslendinga frekar en fyrri daginn og þurftu kjólarnir og strigaskórnir sem ég hafði í huga að fjúka fyrir aðeins vatnsheldari og hlýrri outfitum.

Ég hélt í vonina um að það myndi rætast úr veðrinu en gafst síðan upp og skellti mér á síðustu stundu bæði í 66° Norður og Nike (sem ég er bæði í samstarfi með) og dressaði mig upp! Það síðasta sem mig langaði var að verða blaut eða kalt og ég fór þessvegna all in í að vera klædd í takt við veðrið.


DAY ONE

Við vinkonurnar ákváðum að vera matching fyrsta kvöldið!

Anorakkar: Nike
Peysur: Bylur 66° Norður
Sokkar: Nike
Sneakers: Nike AirForce 1
Bumbags: Nike og 66° Norður

DAY TWO

Jakki: Hvannadalshnjúkur 66° Norður
Taska: Chanel Boy Bag
Buxur: Svartar Bankastræti 66° Norður
Sneakers: Nike AirMax 97

DAY THREE

Síðasta kvöldið rigndi einsog enginn væri morgundagurinn!

Húfa: 66° Norður
Buff: HAD
Jakki: 66° Norður
Buxur: Grænar Bankastræti 66° Norður
Skór: Dr. Martens Chelsea Boot


Þrátt fyrir rigninguna skemmti ég mér konunglega!

Ég hef verið í smá pásu frá Trendnet vegna anna í nýrri vinnu og námi en auk samfélagsmiðlanna fyrir World Class er ég núna að sjá um tvær stöðvar, Seltjarnarnesið og Hafnarfjörð. Síðan var ég að klára einkaþjálfaranám og við tekur útskrift um helgina. Það er því búið að vera nóg að gera, einsog alltaf!

Þangað til næst.

xx

Birgitta Líf
social media: @birgittalif 

Nýja heima: Innflutningspartý

HeimiliðLífið

Ég lét loksins verða að því síðustu helgi að halda innflutningspartý á nýja heimilinu.

Ég bauð nokkrum af mínum bestu vinkonum og áttum við meiriháttar kvöld og svo bættust nokkrir vinir í hópinn þegar leið á kvöldið – ég er svo þakklát fyrir allt það góða fólk sem ég á að! xx

Ég leyfi nokkrum myndum frá kvöldinu að fylgja með en við vorum ótrúlega heppin með veðrið þennan dag og var mikið vor í lofti.

xx

Birgitta Líf
social media: @birgittalif

Ungfrú Ísland til Suður Afríku

Lífið

Ég var rétt í þessu að deila frétt á Ungfrú Ísland um fyrirkomulagið á Ungfrú Ísland í ár og langar að deila því hér með ykkur að auki!

xx

Ungfrú Ísland 2018 verður með öðru sniði en síðustu ár. Frá því nýir eigendur tóku við Ungfrú Ísland árið 2013 hefur rík áhersla verið lögð á að þátttakendur nýti krafta sína og stöðu til að láta gott af sér leiða. Í gegnum Ungfrú Ísland ferlin síðustu ár hafa verið haldnir ýmsir viðburðir og annað slíkt til að safna fyrir góðu málefni. Á síðasta ári, 2017, safnaði hópurinn fyrir góðgerðarsamtökunum Big B sem eru rekin af sjálfboðaliðasamtökunum Norður-Suður í Suður Afríku.

Aðstandendum Ungfrú Ísland langar að leggja meiri áherslu á góðgerðarmál og að fylgja eftir þeim söfnunum og starfi sem hefur verið unnið af þátttakendum síðustu ár og mun því ekki vera eiginlegt lokakvöld Ungfrú Ísland eða ferli einsog venjan er heldur mun starf Ungfrú Ísland 2018 snúast alfarið um góðgerðarmál. Hugmyndin vaknaði út frá starfi Miss World, en margir vita kannski ekki að Miss World eru stærstu góðgerðarsamtök í heiminum. Stjórn og þátttakendur Ungfrú Ísland síðustu ára ætla að sameina krafta sína og nota sumarið í að halda ýmsa viðburði og safnanir og mun síðan hópur á vegum Ungfrú Ísland halda út til Suður Afríku í haust í hjálparstarf. Allt sem safnast í sumar mun renna óskipt til sjálfboðaliðasamtakanna.

Norður-Suður (www.nordursudur.org) sjálf­boðaliðasam­tök­in eru rek­in af Lilju Marteins­dótt­ur og eig­in­manni henn­ar, en þau eru bú­sett eru ásamt þrem­ur börn­um sín­um rétt fyr­ir utan Höfðaborg. Sjálfboðaliðarn­ir búa á heim­ili þeirra á meðan þeir sinna ýmis kon­ar sjálf­boðaliðastarfi í fátækra­hverf­um borg­ar­inn­ar. Nú er unnið er að því að stofna miðstöð á vegum Ungfrú Ísland í einu hverfinu þar sem hópurinn mun m.a. koma til með að vinna í sjálfsstyrkingu ungra stúlkna í hverfunum.

www.nordursudur.org

Af þessu leiðir að ekki var opnað fyrir umsóknir í Ungfrú Ísland í ár en við þökkum öllum þeim sem hafa sent inn umsókn og sýnt áhuga og hlökkum til að taka á móti þeim að ári. Við erum ótrúlega spennt fyrir hjálparstarfinu og komum til með að deila ferlinu með þjóðinni á miðlum Ungfrú Ísland (Miss World Iceland). Nánari upplýsingar um söfnunina og verkefnin á vegum Ungfrú Ísland í Suður Afríku koma í ljós á næstu vikum. Þeir sem vilja vita meira um starfið eða leggja okkur lið er bent á að hafa samband við ungfruisland@ungfruisland.is 

xx

Fyrir hönd Ungfrú Ísland,

Birgitta Líf Björnsdóttir, framkvæmdarstjóri. 

Nike Giveaway

Nike

Ég startaði í gærkvöldi giveaway á instagramminu mínu í samstarfi við Nike á Íslandi. Gegn því að followa Nike  og tagga vin í kommenti við myndina átt þú möguleika á að eignast Nike Zoom Pegasus hlaupaskó að eigin vali – og vinur þinn líka!

Leikurinn fer fram hér:

Ég hef áður skrifað um Pegasus skóinn hér inná en það eru mínir uppáhalds hlaupaskór. Virkilega þægilegir skór með góðum stuðningi og einföldum loftpúða bæði í tábergi og hæl – það verður ekki nógu oft sagt hversu mikilvægt það er að vera í góðum hlaupaskóm. Líkaminn okkar á ekki annað skilið en að hafa góðan stuðning xx

Þegar sólin skín svona einsog þessa dagana get ég ekki annað en hlakkað til sumarsins útihlaupanna – eru ekki fleiri jafn spenntir og ég?

Endilega takið þátt!

xx

Birgitta Líf
social media @birgittalif