Má bjóða þér í ferðalag til Evrópu?
Hvernig væri að rölta um um götur St.Pétursborgar, já eða borða tapas í Barcelona? Kannski sjá Ronaldo í Madrid, kíkja í fyrsta skipti til Helsinki eða rölta Strikið þvert og endilangt í Kaupmannahöfn. Jafnvel mætti fara í óvænta, rómantíska ferð til Parísar eða heilsa upp á frændur okkar í Osló, Bergen eða Stavangri. Auðvitað væri líka gaman að hitta loksins frúna í Hamborg eða drottninguna í London. Það er alltaf góð hugmynd að skreppa til Mílanó og Þrándheimur er einn stór ævintýraheimur. Svo má ekki gleyma Genf og Frankfurt sem geta ekki klikkað. Í Manchester er margt skemmtilegt, bæði fótbolti og verslanir, og Munchen er ómótstæðileg. Brussel er alltaf heillandi og mannlífið iðar í Zurich. Það hafa allir gott af því að bæta smá Glasgow í líf sitt, það er heldur ekki hægt að láta sér leiðast í Gautaborg og ekki má gleyma því að börnin elska Billund. Að lokum verðum við að minnast á blómin í Amsterdam, þeir sem ekki hafa verslað blóm þar verða að upplifa það – það er draumi líkast og við, hér á Trendnet, viljum svo sannarlega að draumar ykkar rætist.
Desember er mánuður kærleikans og þakklæti er okkur ofarlega í huga. Bloggarar Trendnets vilja þakka ykkur lesendum fyrir frábært trendár sem er að líða og bjóða tveimur vinum okkar í flugferð til Evrópu með Icelandair.
Dregið verður föstudaginn 20. desember. Til þess að komast í pottinn þarftu að sjálfsögðu að vera vinur Trendnet á facebook og svo sakar ekki að smella einu “læki” á þessa færslu sömuleiðis.
Láttu þér líka við okkur og taktu svo flugið með Trendnet og Icelandair :-)
Skrifa Innlegg