Einn júnímorgun síðastliðið sumar sat ég heima, horfði inn í fataskápinn minn og hugsaði með mér að ég ætti bara “engar” buxur til að fara í. Best væri að ég færi út á nærbuxunum og þannig þyrfti ég ekki að klæðast þessum hræðilega ljótu buxum sem fylltu hyllurnar í skápnum mínum. Þetta er náttúrulega ekki í lagi, en ég er líklegast ekki eina kona jarðarinnar sem hef hugsað svona.
Þar sem ég sat og pældi hvort betra væri að ég færi út á g-streng eða boxer datt mér í hug að taka málin í mínar hendur, breyta einhverjum af þessum buxum og þannig koma í veg fyrir hjartaáfall þeirra sem myndu mæta mér hálf berrassaðri úti á götu. Ég kann ekki á saumavél og því lá leiðin auðvitað bara inn í eldhús að sækja skæri. Ég klippti gat á vinstra hnéð á gömlum svörtum ZARA buxum sem ég var hætt að nota og hafði ekki nokkurn áhuga á að klæðast ever again. Hugmyndina fékk ég frá Tash Sefton á síðunni Theyallhateus.com og að sjálfsögðu urðu buxurnar my all time favorite en ég hef varla farið úr þeim síðan.
Það hafa greinilega fleiri glímt við þetta sama vandamál ( íhugað að fara út berrassaðar ) en ég sé alltaf fleiri og fleiri myndir af dömum sem virðast hafa dottið á hnéð í svörtu buxunum sínum og rifið gat á þær í leiðinni. Ég gerði því greinilega eitthvað rétt þennan ágæta sumardagsmorgun ;-)
Mynd sem ég póstaði á instagram í júní sl skömmu eftir atvikið. Hér má sjá gatið umrædda sem og smart svart matt naglalakk.
.. föstudagsblómin keypt..
.. flott kasjúal..
og ekki verra við svarta pinnahæla.
Allavega, það má alveg skoða þetta “trend” og jafnvel íhuga að klippa svörtu buxurnar í fataskápnum.
.. eða mér finnst það amk flott!
Skrifa Innlegg