fbpx

TRAVEL GUIDE – KÖBEN

FerðalögFötÍslandMaturPersónulegt

Screen Shot 2013-11-02 at 10.28.29Screen Shot 2013-11-02 at 10.28.43

Screen Shot 2013-11-02 at 10.28.49

Screen Shot 2013-11-02 at 10.28.58

Klikkið á myndirnar til að sjá þær stærri

Í gær kom út nýjasta tölublað NUDE magazine, The Age Issue. Þar er ýmislegt skemmtilegt að finna eins og alltaf; Góð umfjöllun um umhirðu húðarinnar, viðtöl við fjórar flottar konur og travel guide um Kaupmannahöfn, svo fátt eitt sé nefnt. NUDE magazine og Home & Delicious eru mín uppáhalds íslensku veftímarit og því mæli ég að sjálfsögðu með að þið kíkið á blaðið HÉR.

Ég er að fara í helgarferð til Köben um næstu helgi og því kom þessi umfjöllun um Kaupmannahöfn eins og himnasending. Ég er búin að save-a þessar blaðsíður í símann minn og rissa upp smá ferðaplan og hugmyndir sem ég ætla síðan að leggja fyrir vinkonur mínar þegar ég hitti þær á Solbakken í hádeginu á föstudaginn. Emanuel verður eftir hjá pabba sínum hér á Ítalíu en ég mun svo hitta þá og ykkur hin á Íslandi á mánudeginum, þann 11.nóvember.

Hver er uppáhalds veitingastaðurinn ykkar í Köben, en fatabúð ? fyrir heimilið ? barnafataverslun ? Hvað finnst ykkur skemmtilegast að gera og hvað er must see ?

Ef þið þekkið vel til í Köben og hafið eitthvað við þennan lista að bæta að þá megið þið endilega skrifa mér línu með ykkar meðmælum – Ég tek glöð á móti öllum ábendingum :-)

HEIDI KLUM - HALLOWEEN

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Ingibjörg Bj.

    2. November 2013

    sticks and sushi á hótel Tivoli allgjört möst finnst mér!
    Svo er góður indverskur veitingastaður sem heitir tandoori masala… sem mér finnst góður ( http://www.tandoori-masala.dk/ ).

    • Ása Regins

      3. November 2013

      Já namm, ég elska indverskan ! Frábært að fá ábendingu um góðan indverskan stað. Síðast þegar við vinkonurnar fórum saman til Köben fórum við einmitt á Sticks and Sushi og það var alveg æðislegt og með þetta geggjaða útsýni..

  2. Katrín

    2. November 2013

    Mig dreymir um að heimsækja allar flottu búðirnar með fallegu dóti fyrir heimilið, fyrir utan Illums Bolighus og Royal Copenhagen myndi ég fara í ferm LIVING, Stilleben, Rue Verte og kannski Normann…
    Svo finnst mér Yasai Yakisoba á Wagamama alveg ómótstæðilegur réttur, sé alltaf til þess að hann sé á matseðlinum þegar ég kemst til London eða Kbh.

  3. Ása Regins

    3. November 2013

    Frábært !! Þakka þér kærlega fyrir mjög góðar ábendingar :-)

    Eigum við eitthvað að ræða Rue Verte ??? Ómægad, þetta er rosaleg búð !! Mér líst líka rosalega vel á Stilleben og fer pottþétt þangað, ásamt auðvitað illums og RC.

  4. Lilja

    4. November 2013

    Veitingastaðurinn Mother í Kødbyen býður upp á æðislegar súrdeigspizzur (mother.dk) – hvað fatabúðir varðar þá er & Other Stories í uppáhaldi :-)