fbpx

.. ÞVÍ ÞANNIG VERÐA ATVINNUMENN & KONUR VÍST TIL..

FótboltiHreyfing

Þegar ég var heima í sumar fór ég reglulega í hádeginu á æfingu með Emil upp í Kaplakrika. Þar hitti ég iðulega mikið af fólki sem allt átti það sameiginlegt að vilja ná langt í sinni íþróttagrein. Þarna voru fótboltastrákar og stelpur, hinir ýmsu landsliðsmenn og konur, frjálsíþróttafólk, handboltamenn og konur sem öll æfðu af lífs og sálarkröftum. Af hliðarlínunni horfði ég á landsliðskonu úr Val, unglingalandsliðstráka úr FH, atvinnukonu í handbolta, íslandsmethafa í frjálsum, landsliðsmann og leikmann ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta og unga og áhugasama handboltastelpur og stráka úr íslenskum liðum æfa saman, öll í hóp. Þau voru á misjöfnu stigi líkamlega en það sem sameinaði þennan hóp var að öll stefna þau að sama markmiðinu; Að ná langt í sinni íþrótt.

Ég var svo heilluð af þeirri starfsemi sem fer fram t.d hjá FH og skil núna hvers vegna við Íslendingar ( og við Hafnfirðingar) eigum svona marga framúrskarandi íþróttamenn. Í þessari frábæru aðstöðu í Kaplakrika, með tilkomu frjálsíþróttahússins, geta allir þeir sem vilja ná framúrskarandi árangri æft aukalega innanhúss, allt árið um kring. Pælið í því ! Það er magnað ! Silja Úlfarsdóttir fyrrum landsliðskona í frjálsum íþróttum hefur aukaæfingar nokkrum sinnum í viku fyrir meistaraflokk FH í hand og fótbolta, þeim að kostnaðarlausu. Hún kennir rétta líkamsbeytingu, betri hlaupatækni og fleira sem kemur sér vel þegar á keppnisvöllinn er komið.

Ég veit hreinilega ekki hvort að ég sé sú eina sem vissi ekki af þessu en ég varð hálf orðlaus að sjá hvaða tækifæri ungu fólki er veitt í dag og því get ég ekki stillt mig um að hrósa Silju og Fimleikafélaginu fyrir sitt framlag. Það er svo mikill metnaður í loftinu og það virðist sem alltaf fleiri og fleiri átti sig á því að það eru réttar aukaæfingar sem geta skipt sköpum og sem fleyta mönnum ansi langt.. og mun lengra en hinum sem gera þær ekki… ? Og aðstæðurnar fyrir þetta íþróttafólk gætu hreinlega ekki verið betri. Svo er bara spurningin hverjir nýta sér þær og hverjir ekki. Því fyrr sem þú byrjar, því betra.

Árið 2004, sama ár og Emil var keyptur til Tottenham frá FH, æfði hann frjálsar íþróttir af kappi undir stjórn Einars Þórs Einarssonar spretthlaupsþjálfara. Hann gerði sér grein fyrir því ( eins og fleiri í sömu sporum ) á sínum tíma að hann þyrfti að gera meira en að mæta bara á hinar skipulögðu fótboltaæfingar ef hann ætlaði að verða atvinnumaður í fótbolta. Svo innstilltur var hann á markmiðið að hann mætti ekki á skólaböll eða djammið í bænum og bragðaði ekki áfengi því hann vildi frekar æfa aukalega á meðan hinir ( t.d ég ) skemmtu sér örugglega mjög vel á meðan :-). Hann hefur semsagt alltaf ( já eða næstum alltaf ) verið með hausinn á réttum stað og helst þetta tvennt saman í hendur. Ég ætla ekki að fara nánar út í hversu miklu máli skiptir að vera með rétt hugarfar heldur leyfa þessari mynd hér að neðan að tala sínu máli. Þetta línurit er tekið af síðunni transfermarkt.it þar sem hægt er að sjá feril, value og fleira hjá atvinnumönnum í fóbolta og svona lítur línuritið hans Emils út hjá þeim. Frá því hann fékk sér mental coach hefur línuritið tekið þessa fínu u-beygju og teygir sig alltaf hærra og hærra upp… já, svona glæsilega.

 

Screen Shot 2014-07-29 at 10.23.29

 

Allavega. Þessi póstur á ekki að snúast um Emil heldur það frábæra starf sem íþróttafélögin halda úti fyrir þá sem vilja ná langt í sinni íþrótt. Það íþróttafólk sem ekki er í FH getur að sjálfsögðu slegist með í hópinn í Kaplakrika og æft í þessu frábæra andrúmslofti sem Silja Úlfars stjórnar af mikilli ástríðu. Fyrir áhugasama bendi ég öllum á að hafa samband við Silju á e-mailið siljaulfars.is@gmail.com. Einnig heldur hún úti virkri facebooksíðu sem hægt er að sjá hér og svo er heimasíðan hennar www.siljaulfars.is.

 

10313993_687676481270137_5931547898767186366_n

 

VINNINGSHAFAR Í INSTAGRAMLEIK #TRENDNET OG #TEOGKAFFI ERU..

Skrifa Innlegg