fbpx

THEY ALL HATE US

InstagramMyndirPersónulegt

 

Uppáhalds tískubloggið mitt þessa dagana er They All Hate Us. Tash Sefton og Elle Ferguson, sem eru hlægjandi hérna á myndinni fyrir ofan, eru konurnar á bakvið síðuna. Þær stöllur eru ótrúlega góðar í því að finna flottustu myndirnar hverju sinni en margar af þessum myndum fá mann hreinlega til að kikkna í hnjánum og slefa á lyklaborðið. Ef ég er að fara eitthvað og vantar hugmyndir í hverju ég ætti að fara dugir mér að skrolla aðeins í gegnum síðuna og ég fyllist af innblæstri.

Þær stöllur eru einnig með netverslun á síðunni en það versta er að þær eru í Ástralíu og því skarast árstíðirnar örlítið á. Við sem búum í N-Evrópu höfum kannski ekki mikil not fyrir hana en það er sama.. síðan sjálf gagnast okkur ( mér ) mjög vel.

Ef þið eruð á Instagram getið þið fundið þær undir notandanöfnunum theyallhateus, elle_ferguson og tashsefton en þær pósta oft mjög skemmtilegum myndum þar líka.

Endilega kíkið á & enjoy :-)

TRENDÁSA

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1