fbpx

STÆLTAR HENDUR

HreyfingPersónulegt

Ég er á fullu í ræktinni þessa dagana og er loksins komin í gírinn aftur eftir frekar slakan desembermánuð. Ég hleyp, syndi og fylgi æfingaplani sem ég fékk hjá Villa einkaþjálfara á faglegfjarthjalfun.is, sem fær mín bestu meðmæli. Í bland við það er ég byrjuð að gera aftur Tracy Anderson æfingar en þær henta mér og mínum líkama mjög vel. Æfingarnar ganga útá að lyfta léttum þyngdum, ekki þyngra en 2 kg t.d fyrir hendur, en með mörgum endurtekningum. Tracy Anderson hefur verið einn helsti einkaþjálfari stjarnanna í Hollywood um árabil og er t.d hægt að nefna Madonnu, Gwyneth Paltrow, Giesele Bundchen og Kim Kardashian í því samhengi.

226596_22505259792_4212_n

Sama hvað hver segir um þá speki að lyfta létt að þá hentar þetta mér og mínum líkama mjög vel – og augljósega þessum hasarkroppum sem ég nefndi hér að ofan sömuleiðis. Myndin af mér er tekin þegar ég er uppá mitt besta og gerði Tracy Anderson líkamsæfingar daglega en þessar æfingar eiga að skila manni tónuðum líkama og “long and lean” vöðvum – sem ég svo sannarlega fékk að launum.

Ég á nokkra af diskunum hennar Tracy sem er t.d hægt að kaupa á amazon.com ( sjá hér ) en það er mjög góður grunnur að byrja á disknum “Method for beginners“. Að auki er heill hellingur af youtube video-um frá henni sem gott er að fylgja heima í stofu, fyrir framan baðherbergisspegilinn eða í ræktinni. Ég mæli því með að þið flettið upp Tracy Anderson á youtube til að sjá hvernig hennar æfingakerfi virkar og takið ákvörðun í framhaldi af því. Að lokum verð ég líka að nefna post pregnancy æfingaprógramið hennar en það hefur eflaust reynst mörgum konum mjög vel.

Ég læt fylgja með það video sem ég fylgi hvað oftast en ég mæli svo sannarlega með að þið kíkið á það og prufið amk einu sinni – og helst oftar. Þetta eru bara átta mínútur og þeim er mjög vel varið í þetta skiptið!

ELIN KLING: ANDLITSNUDD FYRIR BETRA ÚTLIT

Skrifa Innlegg

9 Skilaboð

  1. BH

    14. January 2014

    Váá, hversu flottar hendur á þér?! Geturu nokkuð sagt mér hvar ég get nálgast myndbönd með þeim æfingum sem þú varst að gera, með lóð? Sá þú skrifaðir að hún vill bara að maður lyfti létt en oft – held það myndi henta mér mjög vel :)

    Elska bloggið þitt!

    -Björg

    • Ása Regins

      14. January 2014

      já alveg sjálfsagt, gjörðu svo vel ! Ég geri einmitt þetta video sem ég póstaði hér að ofan og svo þetta hér með lóðum: http://www.youtube.com/watch?v=ExbZe7N-yFo :)

      Gefðu þessu smá séns og reyndu að halda í við hana en eftir nokkur skipti verðuru komin með þetta á hreint og árangurinn lætur ekki á sér standa :-)

      • BH

        15. January 2014

        Takk æðislega :)

  2. Sonja Marsibil

    14. January 2014

    TA æfingar eru þær allra bestu… !!! Svo gaman að sjà mun eftir viku!! <3

  3. Harpa Rún

    21. January 2014

    Hversu oft ertu að endurtaka? :))

    • Ása Regins

      21. January 2014

      Tvisvar kannski.. í mesta lagi þrisvar ef ég er í bana bana stuði en bara einu sinni ef ég nenni ekki ;-)