fbpx

SOMETHING FISHY

Hönnun

480122_152739751553012_236944230_n

420152_152739764886344_1778995259_n

882439_151103195050001_1480744906_o

578424_152739738219680_121328065_n

5_hudetta-somethingfishy-3-mq

5_hugdetta-somethingfishy-2-mq

564762_159164140910573_1538021526_n

 

Something Fishy er með fallegri og sniðugri íslenskri hönnun sem ég hef séð. Ég er svo rosalega hrifin af þessum hvítu furðuverum sem hægt er að skapa með fiskbeinum einum saman. Róshildur Jónsdóttir er snillingur á bakvið þessa hugmynd en hún er útskrifaður vöruhönnuður frá LHÍ.

Something Fishy kemur í kassa sem inniheldur hreinsuð bein úr fiskhausum ásamt málningu og lími. Svo er bara að sleppa ímyndunaraflinu lausu og skapa sitt eigið dýr eða furðuveru og að lokum finna nafn á veruna sem hefur verið sköpuð. Ég gæti trúað að gaman væri að dunda sér við þetta á jóladagsmorgun með börnunum og því tilvalið að lauma þessu í einn jólapakkann í ár – og finna svo góðan stað í stofunni fyrir listaverkið.

Something Fishy fæst í Spark, Aurum, Eymundsson, Mýrinni og Þjóðminjasafninu og kostar 8900 kr.

Vilt þú vinna jólagjafabréf Icelandair ?

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Erla

    17. December 2013

    Ég elska leikföng sem krefjast einhverss af börnum, því miður elskar litla snúllan mín fjöldaframleitt plastdót sem krefst lítils af börnum.