Eins og vonandi flestir vita er hönnunarkeppni Coke Light í samstarfi við Trendnet og RFF í fullum gangi. Þar gefst öllum þeim sem vettlingi geta valdið tækifæri til að hanna dress og senda inn í keppnina í þeirri von um að hljóta náð fyrir augum dómnefndar. Verðlaunin eru hin glæsilegustu; 250.000 kr peningastyrkur til framleiðslu vörunnar og að auki mun vinningshönnunin vera til sýnis í Hörpu á meðan RFF stendur yfir.
Fyrr í vikunni birti Elísabet Gunnarsdóttir sambloggari minn hér á Trendnet fyrsta kynningarmyndband RFF í ár. Myndskeiðin voru gerð með það í huga að kynna fólk fyrir þeim hönnuðum sem koma til með að taka þátt í RFF og því mjög skemmtilegt að horfa á þessi myndbrot. Magnea Einarsdóttir var fyrst kynnt til leiks og nú bjóðum við Þóru Ragnarsdóttur hönnuð hjá Cintamani velkomna í pontu. Ég hvet ykkur endilega til að horfa á þetta skemmtilega video þar sem hún Þóra hvetur m.a upprennandi hönnuði til að taka þátt í hönnunarkeppninni þar sem svona tækifæri bjóðast ekki á hverjum degi.
Umsóknarfrestur er til 16.mars !
Sláðu til og vertu með ! :-)
Skrifa Innlegg