fbpx

PLAN DAGSINS..

BörnHeimiliÍslandPersónulegt

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum ( ekki heldur þeim sem búa á Ítalíu) að það er allt á kafi í snjó heima á klaka. Ég leyfi mér að fá smá heimþrá þegar ég sé allar snæviþöktu myndirnar og hugsa með hlýju til landsins sem er og verður alltaf besta og fallegasta land í heimi.

Emil er búinn að vera á hóteli með Hellas Verona núna í fimm daga og því reynir örlítið á hugmyndaflug móðurinnar að gera eitthvað sniðugt með syninum. Dagurinn byrjaði á fótboltaæfingu og svo núna eftir siestuna ætlum við að fara í jólaleiðangur og skreyta örlítið hérna heima. Ég hafði hugsað mér að kaupa svona lítið tré til að hafa á borðinu og leyfa honum síðan að velja það skraut sem hann vill setja á það. Það verður áskorun fyrir mig að skipta mér ekki að valinu en þetta tré fær að vera algjörlega hans, svo hans sköpunargleði fái að njóta sín og hann verði sem ánægðastur með útkomuna. Jólaspiladósir og seríur í gluggann eru líka á innkaupalistanum þannig við ættum að hafa nóg að gera.

 

cffd85dfd1361f707c4ff7ca1e28b96d

42c4dd4d0cd98aefd50f88543335c868

 

 

Til að gera enn meiri jólastemningu hjá okkur hafði ég hugsað mér að búa til “glimmerkonfekt smáhestsins” eins og Marta María vill kalla þær. Þetta er einfalt konfekt sem hentar sykurlausu foreldrunum ágætlega og sonurinn fær að dunda sér við að rúlla þeim uppúr kakóinu og skreyta með kökuskrauti = gæti ekki verið betra. Og að sjálfsögðu hlustum við á jólalög og kveikjum upp í arninum :-)

Jólin eru besti tími ársins……

Njótið dagsins og fegurðarinnar sem er allt um kring <3

HÚSIÐ: HANGANDI LOFTLJÓS OG FLEIRA

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Elísabet Gunnars

    28. November 2015

    Ég er í sama heimþráar pakka þegar ég sé allar dásamlegu myndirnar frá klakanum. Við fengum bara einn hvítan dag hér í þýska – það var ekki betra en það.
    Planið hljómar pörfekt :) Njótið dagsins, saman.

  2. Sonja Marsibil

    30. November 2015

    Ég þarf að prufa þessa uppskrift !