fbpx

PETITS ET MAMANS BY BVLGARI

BörnFötMakeup

Það er eitt sem Ítalir klikka ekki á og það er að setja á sig góða lykt! Mér persónulega finnst það mjög sjarmerandi og með árunum hef ég reynt að tileinka mér það sama. Hingað til ég hef þó látið nægja að spreyja bara á mig og Emil og ekki einu sinni dottið í hug að spreyja einhverju á Emanuel – þangað til ég fann lyktina af Petits e Mamans Eau de Toilette frá Bulgari. Þetta er fyrsti ilmurinn sem kom á markað á heimsvísu fyrir börn og er hann sérstaklega gerður með það í huga að hann skaði ekki viðkvæma húð barnsins, sem er auðvitað grundvallaratriði. Aðal innihaldsefnið er te, ilmurinn er algjörlega laus við alkóhól og er hann ekki ætlaður börnum yngri en þriggja ára.

Ítalskar mæður spreyja þessu, eða öðru vellyktandi, villt og galið í allar áttir. Inn í fataskápana, á börnin, á þvottinn og jafnvel sem vellyktandi fyrir heimilið en þannig uppgötvaði ég lyktina. Ég kýs þó að spreyja þessu bara rétt aðeins í fötin hans Emanuels, þar sem ég nota algjörlega lyktarlaust þvottarefni fyrir þvottinn hans, til að fá mjúka og góða lykt í fataskápinn. Ég er viss um að íslenskar mæður/feður kunni jafn vel að meta lyktina og þeir ítölsku – enda er mild og góð lykt eitthvað sem flestir kunna að meta.

bulgari

 

Ilmvatnið fær fína dóma á netinu t.d hér og hér og er lyktinni oft lýst sem barnapúðurslykt – sem er nokkuð góð samlíking að mínu mati..

Eftir því sem ég best veit að þá er Petits et Mamans þó ekki til á Íslandi….

… en það sakar ekki að finna hana næst þegar leiðin liggur erlendis.

7X7 RÓÐUR

Skrifa Innlegg