fbpx

PABBI ÁRSINS MEÐ KERRU ÁRSINS Á ÖXLUNUM

BörnFerðalögHönnun

Pabbi ársins í action. Eftir sjö klukkustunda ferðalag frá Dubai skellir hann 17 kg barninu á hestbak, kerrunni góðu á axlirnar og rúllar svo 50 kílóa töskunum okkar út í bíl eins og ekkert sé. Sjáið þennan snilling, hann er dásamlegur. Ég hélt samt alveg líka á tveimur þungum töskum og rétt náði að taka þessa mynd ! ;-)

unnamed

 

Ástæðan fyrir þessum pósti er þó fyrst og fremst YoYo Stroller kerran frá BabyZen. Við keyptum hana á Dubai núna um jólin en fyrir eigum við Bugaboo Cameleon sem hefur reynst okkur mjög vel sömuleiðis. Hún er þó komin niður í geymslu núna þar sem Emanuel notar kerruna alltaf minna og minna og því betra að hafa léttari og fyrirferðaminni kerru við hendina. YoYo kerran er algjörlega fullkomin fyrir fólk sem ferðast mikið en hún er með eindæmum lipur og létt (5.8kg) og hún kemst auðveldlega fyrir uppi í hatrakkanum í flugvélum. Svo er alveg dásamlegt að geta skellt henni á axlirnar ef tilfellið er þannig, eins og t.d á flugvellinum í Mílanó núna í vikunni.

 

 

 

 

BabyZen-yoyo-black-frame-black

 

 

BabyZen YoYo would have to be one of the most compact foldable strollers ever – without missing out on all the features and style that you want in a pram or stroller.
BabyZen YoYo is the first stroller in the world to fully comply with size recommendation for aircraft cabin baggage (Usual authorised cabin baggage size allowance is 56 x 45 x 25cm – dimensions may vary depending on airline). It easily fits into small storage spaces and comes with a great little carry cover or simply use the shoulder strap to carry the stroller around when its not needed. – made4milk.com

Ég hafði séð umfjöllum um YoYo kerruna á netinu en ég verð að segja að hún hefur komið mér svo skemmtilega á óvart og ég get ekki séð fyrir mér að nokkur önnur kerra verði keypt á þessu heimili. Hún er svo rosalega vel hönnuð að öllu leyti. Það fer mjög vel um barnið, svo þægileg í notkun fyrir foreldrana, tekur sama og ekkert pláss og svo er hún bara nokkuð stylish í þokkabót ;-). Góð kerra skiptir svo rosalega miklu máli og því mæli ég eindregið með að þið skoðið þetta stutta video og hafið hana í huga næst þegar fjárfesta þarf í kerru.

ÁRAMÓTAPAAAARTÝÝÝÝ

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

  1. Reykjavík Fashion Journal

    2. January 2014

    Við erum einmitt með stærri týpuna af þessari – elska hana, svo þæginleg að dröslast með útum allt!

  2. Benný

    2. January 2014

    Yndisleg mynd, gleðilegt nýtt ár kæra fjölskylda, söknuðum ykkar í jólaboðinu

    • Ása Regins

      3. January 2014

      já og við ykkar.. við mætum næst !! <3
      Gleðilegt ár elsku frænka :-)

  3. Tinna

    3. January 2014

    Dàsamleg mynd af ofur-pabbanum og litla kút à öxlunum :)

  4. Sara

    3. January 2014

    Frábær mynd af þeim flottu feðgum. Barnið er greinilega vel nært, 17 kg 2 ára, það er helvíti gott haha :)

    • Ása Regins

      3. January 2014

      Já hann er samt ekkert feitur.. það er bara svo rosalega þungt í honum pundið. Ég set inn kroppamynd af honum fljótlega frá Dubai, þá sérðu hvað hann er ótrúlega fínn :-)

  5. Sara

    3. January 2014

    Já maður sér vel að hann er heilbrigður flottur strákur, hæðin skiptir líka máli :) Hlakka til að sjá myndir frá Dubai :)