Á þessu heimili eru ommelettur reglulega á boðstólnum. Það er fljótlegt að elda þær, þær eru hollar og góðar og góð leið til að borða aðeins meira af grænmeti. Ég hef gaman að því að sjá hvernig aðrir gera sínar eggjakökur og því deili ég hér einni týpískri frá mér.
Það sem ég notaði í þetta skiptið eru tvö egg, rauð paprika, babyspínat, kóríander, ferskur mozzarella, gæða jómfrúar ólífuolía, svart salt og pipar. Allt lífrænt en við verslum mest allan okkar mat í búð sem einungis selur bíologískar vörur.
Ég byrja á því að léttsteikja paprikuna saman við spínatið. Á meðan það er að malla hræri ég eggjunum saman við ferskan kóríander. Þegar paprikan og spínatið er orðin aðeins mjúkt dreyfi ég ferskum mozzarella yfir og leyfi honum aðeins að bráðna. Þá helli ég eggjunum yfir og læt malla á frekar lágum hita þangað til hún er tilbúin. Svart salt ( hægt að lesa um það hér ) og pipar eftir smekk og avókadó on the side.
Ég drekk svo að sjálfsögðu vatn með en til að toppa máltíðina fæ ég mér milt og gott hungangste frá Tefélaginu í desert.
Skrifa Innlegg