Mandala er reglubundin formgerð unnin út frá möndli og myndar munstur
Orðið mandala kemur úr sanskrít og merkir “heilagur hringur” eða hringur eilífðarinnar. Mandala er einskonar tákn alheimsins og Guðseðlisins. Um þúsundir ára hafa frumbyggjar Norður-Ameríku, Hindúar og Búddistar notað mandölur í hugleiðslu til að skerpa meðvitund sína og koma á samræmi líkama, hugar og anda. Skilgreining mandölu er að finna í vísindum, trúarbrögðum og list. – Rannveighelgadottir.com
Rannveig sendi mér þessar myndir fyrir ekki svo löngu en ég hafði beðið lengi eftir að sjá nýju mandölurnar sem hún hefur unnið að undanfarna mánuði. Ég á nokkrar einstaklega fallegar mandölur og gæti alveg hugsað mér að eignast fleiri, svona vægt til orða tekið ! Mér finnst ég ekki geta setið ein á þessum myndum og varð því að leyfa ykkur að njóta þessarar fegurðar með mér.
Ég fékk komment á færsluna þar sem ég skrifaði um sýninguna hennar Rannveigar Helgadóttur í Ketilhúsinu en þar skrifar Stefanía að hún myndi gjarnan vilja sjá verkin sýnd í Reykjavík. Ég er viss um að ég og Stefanía erum ekki einar um að vilja sjá mandölurnar til sýnis á höfuðborgarsvæðinu og því held ég að við ættum að skora á Rannveigu að koma til Reykjavíkur og leyfa íbúum höfuðborgarsvæðisins einnig að njóta þessarar einstöku listar sem á sér enga hliðstæðu.
Ég vil einnig skora á ykkur að læka þessa færslu og þannig hvetja Rannveigu til að verða að ósk okkar Stefaníu og sýna mandölurnar í Reykjavík – ég held að Reykjavík verði fallegri borg fyrir vikið ;-)
Skrifa Innlegg