fbpx

Á FERÐ OG FLUGI UM EVRÓPU

FerðalögFótboltiInstagramÍslandVerona

unnamed-6

unnamed-5

unnamed-3

unnamed-2

unnamed-4

unnamed-1

unnamed-7

unnamed

1458524_10152043399959793_737544313_n-1

 

Ítalía – Danmörk – Ísland – Króatía – Slóvenía – Ítalía

Nú er ég hætt þessu ferðalagi.. í bili. Eða þangað til um jólin :-)

Við Emanuel fórum óvænt til Zagreb í gær og horfðum á landsliðið spila. Sá stutti var sá hressasti á svæðinu og var meira en til í gefa fimmu og kless´ann – og þá sérstaklega eftir að pabbi hans kom inn á. Úrslitin eru auðvitað svekkjandi en það má samt gleðjast yfir því hversu langt strákarnir náðu og megum við öll vera stolt af þeim og þessum árangri.

Það hafa líklegast mörgum fundist ég klikkuð að mæta með Emanuel ( tveggja ára ) á völlinn en ég hef farið með hann á leiki hjá Hellas frá því hann var tveggja vikna, reifaðan utan um mig, innanundir kápunni. Emanuel veit því alveg hvernig á að “haga” sér á vellinum og er kominn með taktana frá Ítölunum á hreint og hvatti því strákana til dáða eins og við hin. Þessi skemmtilegi strákur með íslenska fánann vafinn um sig á myndinni hafði einmitt mjög gaman að þessum yngsta stuðningsmanni landsliðsins og var mikil stemning hjá þeim í gærkvöldi. Ef þið þekkið hann að þá megið þið endilega benda honum á myndina, hann bað mig um að setja hana á facebook en ég veit því miður ekki hvað hann heitir :-)

Ástæðan fyrir því að við fórum til Króatíu er þó ekki brjálæðislegur áhugi á fótbolta, heldur vegna þess að það var beint flug og svo stutt að keyra þaðan og hingað til Verona. Við erum því komin heim, heil á höldnu og nú tekur við rútína og hollur matur !

LISTASÝNING RANNVEIGAR HELGADÓTTUR

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Sara Lind

    21. November 2013

    Ég held ég sé nokkuð viss um að þetta sé hann Rafn Árnason (kallaður Rabbi), hann er vinur minn á facebook og ég sá allavega eina mynd af Emanuel og honum saman á síðunni hans :)

  2. Tinna Gilbertsdóttir

    21. November 2013

    Já, ég ætla að giska líka á að þetta sé hann Rabbi :)

  3. Ása Regins

    21. November 2013

    Takk stelpur fyrir ábendinguna, ég kíkti á facebookið hjá Rabba og nei þetta er ekki hann.. haha.. þeir voru samt í stuði saman á hótelinu fyrir leikinn :-)

    Þetta er einhver annar sem líkist þó Rafni mjög mikið :-)

  4. Ástrós

    21. November 2013

    Litli drengurinn þinn var algjör ofurdúlla á vellinum, ekkert smá duglegur! Mátt skila til hans kveðju frá þessari með skemmtilegu húfuna :)

    • Ása Regins

      21. November 2013

      Hæ Ástrós og takk fyrir síðast !! :-) Við biðjum kærlega að heilsa sömuleiðis og vonandi gekk heimferðin vel :-)