Nú þegar það er komið sumar og kannski einhverjir á leiðinni norður á Akureyri í sumarfrí má ég til með að minnast aftur á verkin hennar Rannveigar vinkonu minnar. Verkin, eða Mandölurnar eins og hún kallar þær, eru handmálaðar af mikilli nákvæmni ( Rannveig er meyja í stjörnumerki, eins og þið sjáið) og ég er einmitt svo heppin að eiga tvær af myndunum sem ég pósta hér að ofan. Vinnustofa Rannveigar er staðsett í Listagilinu á Akureyri og ef þið hafið áhuga á að eignast mynd eftir hana, ættuð þið endilega að heyra í Rannveigu og mæla ykkur mót áður en þið leggið í´ann norður í fríið.
Mandölurnar koma í öllum mögulegum stærðum, allt frá litlum 10×10 myndum sem fallegt er að hafa t.d á náttborðinu og alveg upp í risastór 180×180 verk sem gerir hvaða stofu sem er guðdómlega fallega.
Ég hafði Mandölur á brúðkaupsgjafalistanum okkar Emils og svo hafði ég fallega handmálaða bók eftir Rannveigu sem gestabók í brúðkaupinu og unir hún sér nú vel á stofuborðinu mínu sem fallegt stofustáss.
HÉR getið þið séð fleiri verk og HÉR getið þið séð nokkrar myndir af vinnustofunni hennar RH. Ég næstum þori að fullyrða að þetta sé fallegasta vinnustofa landsins. Og HÉR getið þið haft samband við snillinginn.
Rannveig sendir verkin með flugi til Reykjavíkur þannig ekki er þörf á að fara norður til að kaupa myndir, þó það sé vissulega skemmtilegra.
Ég ætla norður í sumar og bæti einni í safnið í leiðinni, ég bara verð. Maður verður alveg sjúkur á að skoða þessar myndir. – Eruð þið ekki sammála ?
Skrifa Innlegg