fbpx

LONDON, ANYONE ?

BörnFerðalögInstagramMyndirPersónulegt
Hér eru nokkrar myndir af Instagraminu mínu frá því við kíktum til London í ágúst.
Holland Park, London Eye, Westminster Abbey, Nandos, Tate Modern, Roka Restaurant, Covent Garden, Sloan og Oxford Street og svo margt, margt fleira. Ég get ekki annað en elskað þessa borg :-)
Ef ég byggi í London færi ég svo á hverjum sunnudegi á Columbia Road Market að kaupa blóm með stoppi á einhverju skemmtilegu kaffihúsi. Það væri hinn fullkomni sunnudagur í mínu lífi :-)
Áður en við förum í svona borgarferðir spyr ég venjulega Gústa, einn eiganda Fiski og Grillmarkaðarins, hvar gott sé að borða og í þetta skiptið mælti hann með Barbecoa, Zuma og L’Atilier. Við komumst þó ekki á þessa staði því heimsborgarinn hann Emanuel er ekki mikið fyrir það þessa dagana. Þið gætuð þó skrifað þá hjá ykkur og farið á þá næst þegar þið kíkið til London.
Við gengum borgina þvera og endilanga en eftir því sem ég kem oftar til London og kynnist borginni betur verð ég alltaf meira og meira hrifin. Mér finnst Bretar líka vera svo einstaklega almennilegir og kurteisir en það gerir dvölina að sjálfsögðu enn ánægjulegri en ella.

Norður Ítalía - Lago di Tenno

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Soffia

    12. September 2013

    Mikið ofsalega er flott fyrsta myndin af London Eye, alveg svona “tilvalin til stækkunar” :)

  2. Anonymous

    13. September 2013

    Æ já London er sko æði… alveg sammála þér bara með allt… og þessi sunnudagur væri líka algjör drauma fyrir mig… :) En hvað segiru er Emanuel ekkert fyrir fínu veitingastaðina hahaha? Viktor vinur hans er þá á sama máli ;)
    Kossar og knús til ykkar elsku vinir.
    sibba

  3. Sonja Marsibil Þorvaldsdóttir

    14. September 2013

    Fallegar myndir, eins og alltaf hjá þér! Mikið finnst mér peysan sem Ema er í flott!! Á myndinni af ykkur þrem finnst mér hann vera í Háabergsham ;) Luv <3