fbpx

LISA ELDRIDGE: NÁTTÚRULEGAR OG FALLEGAR AUGABRÚNIR

BrúðkaupMakeup

Það kannast líklega margir við Lisa Eldridge, einn fremsta makeup artista stjarnanna. Hún er einstaklega fær á sínu sviði og því ótrúlega gaman að fylgjast með því sem hún er að gera. Ég er með hana á facebook og sé því þegar hún setur inn nýjar myndir eða video en ég gef mér alltaf nokkrar mínútur og horfi á videoin þegar hún póstar þeim. Stundum keppist ég við að skrifa niður þær vörur sem ég “verð” að eignast og kaupi síðan aldrei, en það er þó gaman að vita af þeim og sjá hvaða snilld er hægt að töfra fram með réttum vörum og smá kunnáttu. Þó ég máli mig lítið og kjósi að vera með náttúrulegt útlit er margt sniðugt hægt að læra af konu sem þessari sem gerir náttúrulegt útlit aðeins betra og fallegra.

Ég trúi því að það séu fleiri en ég sem pæla í hvernig best er að gera augabrúnirnar svo þær komi sem best út. Hvar á maður að leggja áherslurnar og hvernig getur maður fengið þær þéttari en haldið í náttúrulegt útlit brúnanna ? Ef það er einhver sem maður ætti að hlusta á í þessum efnum að þá er það þessi hæfileikaríka og skemmtilega kona. Eftir öll þau video sem ég hef horft á með henni finnst mér við eiginlega bara orðnar vinkonur sem ég get svo sannarlega treyst á í þessum efnum. Auk þess er Lisa með afar fallega rödd sem fær mann til að vilja heyra hvert eitt og einasta orð sem hún segir og auk þess gera allt nákvæmlega eins og hún gerir.

Þetta augabrúnavideo hér að ofan er mjög góður leiðarvísir hvernig best er að bera sig að fyrir framan spegilinn og svo fyrir áhugasama eru fleiri video að finna á youtube en einnig á heimasíðunni hennar www.lisaeldrige.com.

bridal-makeup-16

.. og að lokum að þá er forsíðumyndin brúðarförðun eftir Lisu. Súper, súper fallegt.

MY MOBILE

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

 1. Helga Birgis

  6. February 2014

  Hún er algjör snillingur =)

 2. Sigrún DF

  6. February 2014

  Svo innilega sammála henni, það er fátt púkalegra en gervilegar augabrúnir :)

 3. Karen Lind

  7. February 2014

  Mikið er ég sammála… ég er einmitt hætt að plokka mig (um ár síðan ég gerði það síðast)… en hárin vaxa bara öðru megin.. hrikalegt..

  .. ég nota líka þennan augnbrúnalit sem hún er með frá MAC – mjög náttúrulegur og flottur.

 4. Helena Rut

  8. February 2014

  Hún er æði !!!!

 5. Margrét Elín

  9. February 2014

  Vá, þetta er nú bara held ég fallegasta förðun sem ég hef séð, þ.e. á myndinni neðst :)