fbpx

Laugardagur

BörnFötMyndirNýttPersónulegtZARA

IMG_4643

IMG_4549

IMG_4619

 

Svona fór Emanuel klæddur í dag til Antonellu. Ofan í skúffu  með leikskólafötin og upp með betri klæðin, þannig finnst mér að laugardagar eigi að vera :-)

Fyrir þá sem ekki vita að þá er Emanuel tveggja ára sonur okkar Emils ( getið séð myndir hér ) og Antonella (56 ára) er ítalska “amman” hans, hans besta vinkona og ég held næstum því að hann elski hana meira en mig. Hann fer með henni í nokkra klukkutíma á hverjum laugardegi að skoða heiminn, æfa sig í ítölskum siðum og venjum og svo elskar hann heimagerða matinn hennar afar heitt. Hún er með svo stórt og fallegt hjartalag ( og gullfalleg í þokkabót) að þegar hann kemur heim úr þessum ævintýraferðum ræður hann ekki við sig úr gleði og brosir allan hringinn, mér til mikillar ánægju.

Ég er svo rosalega þakklát fyrir allt þetta góða fólk sem við höfum í kringum okkur hér í Verona, án þeirra væri þetta atvinnumannlíf talsvert fátæklegra. Mér finnst ómetanlegt að barnið mitt fái að vaxa og dafna í þessu yndislega umhverfi og kynnast heiminum á þennan hátt sem Emanuel fær að upplifa. Mig hafði heldur ekki órað fyrir að barnið mitt yrði tvítyngt en það eru auðvitað mikil forréttindi fyrir hann að vera jafnvígur á bæði íslensku og ítölsku.

En fyrir ykkur sem hafið meiri áhuga á fötununum að þá er húfan ný frá NEXT. Buxurnar eru æðislegar, dökkgrænar, mjúkar og með flottum detailum á rassvösunum og þær fékk ég í ZARA og sömuleiðis peysuna. Skórnir eru frá DOCKSTEPS en leðrið í þeim er alveg rosalega mjúkt og gott og því valdi ég þá í staðinn fyrir þessa klassísku frá Timberland.

Ég vona að þið eigið ljúfan og góðan laugardag í vændum – ég er að undirbúa komu tengdaforeldranna en þau lenda hér hjá okkur í kvöld :-)

INSTAGRAM

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Hafdís

    19. October 2013

    Hann Emanuel er heppin töffari! ;)

  2. Sonja Marsibil

    19. October 2013

    Vá – allt geðveikt flott! Húfan er einstaklega kjút <3