fbpx

KJÖTZZA – BRAUÐLAUS PIZZA

HreyfingÍslandMaturPersónulegt

Þeir sem fylgja mér á snapchat og instagram hafa líklegast flestir tekið eftir því að við Emil erum hætt að borða sykur ( frá og með 1.jan) – og erum svona alsæl með það. Hugmyndin kviknaði í einu jólaboðinu þar sem Emil og frændur hans skoruðu á hvorn annan að ekki borða nammi í ár. Í framhaldinu ákváðum við að taka þetta skrefinu lengra og taka allan sykur úr mataræðinu okkar og hefur árangurinn ekki látið á sér standa. Það var síðan algjör himnasending þegar rafbókin hans Gunnars Más mágs míns, Hættu að borða sykur, kom út um miðjan mánuðinn. Þannig gat ég lesið mér betur til um hvernig best væri að gera þetta til að halda dampi . Eftir að hafa lesið bókina settum við allt á fullt og höfum við hjúin aldrei verið í betra formi, andlega og líkamlega. Fyrir þá sem vilja snarbæta lífsgæði sín og sneyða út þennan óþvera sem sykurinn er mæli ég með að kíkja á habs.is og byrja að lesa, strax í dag !

unnamed

 

Það sem kannski hefur breyst einna helst hjá okkur er að við höfum aldrei farið út að borða á árinu – og er planið að halda því bara þannig. Þannig stjórnum við alveg hvað fer ofan í okkur og með þeim hætti tekst okkur að halda líkamanum í því ástandi að hann kallar ekki á sykur. Við bjóðum fólki bara heim í staðinn í glæsileg sykurlaus matarboð sem atvinnumennirnir elska !

Með rafbókinni hans Gunnars kemur eitt e-mail á dag með ýmsum fróðleik og uppskriftum og í gær kom þessi frábæra kjötzza eða hakkpizza í pósthólfið mitt. Mér leist strax stórvel á uppskriftina sem síðan sló alveg rækilega í gegn ! Þegar ég hef bakað pizzur hérna heima hef ég stuðst við uppskrifina frá Ebbu ( speltpizza með vínsteinslyftindufti ) en ótrúlegt en satt að þá fengum við alveg sama fílinginn með hakkpizzunni. Ég er meira að segja viss um að Emanuel sonur okkar hafi haldið að hann væri bara að borða venjulega brauðpizzu :-)

Vegna fjölda fyrirspurna frá fylgjendum mínum á Snapchat fékk ég að birta uppskriftina að hakkpizzunni, með góðfúslegu leyfi Gunnars Más.

 

 

Screen Shot 2015-02-03 at 22.26.58Screen Shot 2015-02-03 at 22.29.03
unnamed-3

unnamed-1

unnamed-2(já sorry, snapchat myndir)

Ég setti sveppi, rjómaost, chilliflögur, ferskan mozzarella ( inn í ofn) og svo bætti ég við sterkri ólífuolíu, fersku káli og parmesanosti á pizzuna þegar við fengum okkur á diskinn.

.. og að ógleymdu hvítkálssalatinu sem er í  uppskriftinni hér að ofan, sem er btw rosalega gott !

Þetta gæti ekki verið einfaldari og betri uppskrift fyrir hakkið okkar góða og því hreinlega verðið þið að slá til og smakka líka.

BUON APPETITO

@HOME: LAMPAR

Skrifa Innlegg

11 Skilaboð

  1. Reykjavík Fashion Journal

    3. February 2015

    Æðislegt! Ég sem var að vona að uppskriftin myndi rata inná siðuna eftir þessi girnilegu snöpp!

  2. Elísabet Gunnars

    3. February 2015

    Það liggur við að ég fari upp (í eldhús) að “baka pizzu” núúna … Þessi verður gerð í vikunni, engin spurning!

  3. Gudridur

    3. February 2015

    ok nammm !!!! Prufa strax á mrg !!

    <3

  4. Hæ hæ

    Ég er að velta einu fyrir mér. Ég er búin að vera að fara eftir 30 daga hreina fæðinu – en þar má nota hungang og stundum agavesíróp. Í HABS-inu, er það þá líka úti? Er mikið að spá í þetta hvort ég á að kaupa mér aðgang að rafbókinni, eða hvort þetta er bara svipað og það sem ég er að gera.

    Mér finnst þetta líka sjúklega spennandi verkefni allt saman. Gaman að lesa færslurnar þínar!

    • Ása Regins

      4. February 2015

      Hæ Kristborg

      Bæði agave og hunang eru vörur sem eru mjög háar í frúktósa sem er sykurtegund sem við ættum ekki síður að sleppa. Maturinn sem við erum að borða ( hrein fæða ) hjálpar okkur við að halda blóðsykrinum stöðugum og þannig sækjumst við síður í sykur. Agave og hunang hjálpa því alls ekki til við það, heldur þvert á móti og lætur okkur langa í meiri sætindi. Ég get ekki mælt nógu mikið með að lesa bókina því á nokkrum dögum/vikum nærðu tökum á þessu og færð grundvallaratriðin á hreint.

      .. og já, þetta er sjúklega spennandi verkefni, ég er hjartanlega sammála þér !!! :D

  5. Bergþóra

    4. February 2015

    Hvernig rafbók er þetta? Er hún á pdf formatti eða þarf maður að eiga Kindle eða annað tæki sem styður rafbækur?

    • Ása Regins

      4. February 2015

      Neinei bara að eiga e-mail og tölvu dugar. Bókin er á pdf formatti en ég hef hana t.d í iBooks í símanum mínum líka.

  6. Sara

    4. February 2015

    Þetta lítur töluvert betur út en það hjómar! :) Eru þið bara að taka út hvítann viðbættan sykur eða kolvetni líka eins og er í spelt pizzunni?

    • Ása Regins

      4. February 2015

      Ég er búin að gera speltpizzuna tvisvar í janúar og því get ég ekki sagt já. En þetta helst svolítið í hendur og til að forðast sykurlöngunina er best að vanda kolvetnin vel. Við erum ekki á LKL – við borðum t.d í bland við annan hreinan mat grófa hafra, bygg, mjög gróft rúgbrauð ( í hófi ) og þannig höfum við náð að halda ágætis balans á blóðsykrinum.

      Við erum fyrst og fremst að borða hreinan og hollan óunninn mat – og eldum hann heima. Þetta er ekki megrunarkúr heldur meðvituð ákvörðun að vanda það sem við setjum ofan í okkur og fá það mesta og besta út úr fæðunni sem við borðum :-)

  7. Pattra S.

    4. February 2015

    Me likeyyy!