fbpx

JÓL 2013 #1

FerðalögHeimiliHönnunÍsland

32288_380024515418056_872644907_n decoration-noel-salon-un-air-de-fete-dans-mon-salon_16663 ica-winter1_zps423c1f6867465907449 simple-things-four blog 4703-ferm-living-paper-honey-comb-1 ed9bdd5d776894a0b31fae21c095cc21 i-boligpluss elisabeth heier 221607-winterdeko-fuer-puristen my-home-christmas-treescandinavian-xmas ELLE-2 PB_jul2013_1237 PB_tulpan Al-That-Glimmer-Is-Gold holiday-decor-scandinavian-christmas-style-197593-1 holiday-decor-scandinavian-christmas-style-197593heltenkelt-3heltenkeltheltenkelt-2heltenkelt-1 not-real rebecca_centren_emmas_designblogg_livingroom_black_leather_neon_529514e6ddf2b31296554b75 _MG_0637 3paivitys_3_aloituskuva

 photos via pinterest

Ég sit hérna og lem hausnum í lyklaborðið…  Ástæðan er sú að það verða engin svona jól hjá okkur í ár. Jól með skemmtilegustu fjölskyldu í heimi, fallegt jólaskraut, snjór og purusteik – hattar og flugeldar. Þetta er besti tími ársins, ég alveg elska þennan árstíma og ég gæti sprungið úr gleði við að hugsa um jólin heima hjá mömmu. Og ég tala nú ekki um þegar Emil var orðinn partur af jólahátíðinni í mínu lífi, óguð, hann er svo mikill gleðigjafi og hjartaknúsari og með honum verður allt alveg enn betra.

Í ár tekur það okkur ekki að fara heim til Íslands og því munum við eyða jólunum á Dubai, með Emeritunum sem þar búa, grískum liðsfélaga Emils, konunni hans og barni. Ég veit að það verður líka dásamlegt hjá okkur og ég hlakka mikið til.. en sjáið samt myndirnar hér að ofan.. ohhh !! Njótið þess að halda íslensk jól, klæða ykkur upp fyrir öll jólaboðin, borða á ykkur gat, spila fram á nótt, njóta stundarinnar og búa til dýrmætar minningar með þeim sem ykkur þykir vænt um.

Þrátt fyrir að ég verði á bikiníinu um jólin að þá er ég alveg að springa úr jólaskapi og ætla því auðvitað að skreyta smá hérna heima. Eins og þið sjáið kannski á myndunum hér að ofan að þá er jólaliturinn í ár grænnnnn og greninu leyft að njóta sín eins og það er frá náttúrunnar hendi. Lítið jólatré/fallegar greinar í stórum vasa með vatni er must á hvert stofuborð í ár og þannig mun ég skreyta heimilið mitt. Auk þess er ég að leita að ljósaseríu með stórum perum til að setja á fataslánna mína eins og er hérna á næst síðustu myndinni. Sjáið síðan kertin sem standa í hvíta leirnum, þetta er einstaklega smekkleg hugmynd sem auðvelt er að gera – fyrir ykkur myndarlegu föndurhúsmæðurnar þarna úti. Ef þið lumið á uppskrift að svona bökuðum leir að þá megið þið endilega skrifa mér hana í kommenti fyrir okkur hinar sem erum ekki alveg jafn myndarlegar.

Ég vona að ég geti veitt ykkur smá inspirasjón með þessum myndum en ég geri ráð fyrir alveg nokkrum jólapóstum í viðbót og vona að þið hafið jafn gaman að og ég :-)

Every night..

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

 1. Anna Soffía

  7. December 2013

  Hæ, ertu með pinterest síðu? Væri svo til í að followa þig þar :)

 2. Sonja Marsibil

  7. December 2013

  Stjarnan með ljósaperunum!!!! <3 Og reyndar allar myndirnar – bjúúútífúl!!!!

 3. Helgi Omars

  7. December 2013

  Ekkert smá fallegar myndir! x

 4. Dagný Björg

  9. December 2013

  Fallegar jólamyndir! Ég er að fara að sækja mér eitt lítið jólatré upp í skógi næsta laugardag til að hafa heima hjá okkur og ætla að kaupa stórann glervasa til að tylla því í. Íbúðin mín lekur eins og enginn sé morgundagurin svo að jólatréð verður í minni kanntinum.