Í framhaldinu af J.Crew umræðunni hérna á blogginu má ég til með að segja ykkur að J.Crew opnar sína fyrstu verslun utan N-Ameríku á Regent Street í London á föstudaginn næsta, þann 8.nóvember.
Í þessum töluðu orðum er opnunarpartý í búðinni, svona ef einhver vill kíkja á það ;-)
Á Regent Street verður bæði karla og kvennverslun og samkvæmt heimasíðunni verður einnig J.Crew Kids. Það er búið að leggja mikið í búðina, eins og þið sjáið kannski á myndunum hér að ofan en það er ekkert til sparað! Ég get fullvissað ykkur um að það sé þess virði að kíkja við ef þið eigið leið hjá. Já, eða bara gera ykkur sérstaka ferð í verslunina ef þið búið í Lundúnum. Ég myndi gera það !
Fyrir þá sem eru áhugasamir um þessa flottu opnun og hönnun verslunarinnar getið horft á viðtal við yfirhönnuðinn hana Shonu hér fyrir neðan. Þar talar hún um innblásturinn að verkefninu og hvernig hugmyndin og hönnunin að versluninni varð til.
Skrifa Innlegg