fbpx

ÍTALSKA PRESSAN

FótboltiVerona

Þið hafið líklegast oftast séð flottari myndir en þessar hér á blogginu, en þessar endurspegla þó líf mitt talsvert betur en allt annað sem ég hef áður birt. Þetta eru símamyndir sem ég hef tekið undanfarnar tvær vikur þegar ég hef gluggað í blöðin og séð hvað þau hafa að segja um frammistöðu Emils á knattspyrnuvellinum. Það er reyndar eiginlega ekki hægt að komast hjá því að sjá umfjallanir um leikina, þó ég reyni oftast að forðast pressuna, því Ítalir elska fótbolta og þeir skrifa um hann í ómældu magni á hverjum einasta degi. En fyrst að tímabilið er að verða búið ákvað ég að skoða blöðin vel og leita uppi nafnið “Emil Hallfreðsson”.

Screen Shot 2014-05-12 at 21.59.19

unnamed-6

unnamed-5

1655698_10152214737394793_301110407_o

unnamed-3

unnamed-2

unnamed-1

unnamed-7

unnamed

 Il migliore – sá besti :-)

Emil hefur frá unga aldri helgað líf sitt fótboltanum. Allir dagar snúast um að ná árangri og það hefur kostað mikið blóð, mikinn svita og óteljandi tár – en mikið er sætt að sjá svona stóra drauma rætast.

Gazzetta dello Sport, stærsta og virtasta íþróttafréttablað Ítalíu, skrifaði í gær að Emil væri ” Uno dei migliori nel finale di torneo” ( google translate fyrir þá sem skilja ekki ítölsku ;-). Goal.com valdi Emil í dag í lið umferðarinnar en á skömmum tíma hefur hann verið valinn tvisvar í þetta stjörnuprýdda úrvalslið Serie A. Hellas Verona er þessa dagana einnig í harðri samkeppni um að komast í Evrópudeild Félagsliða og keppir þar innbyrðis við lið á borð við stórliðin AC Milan og Lazio. Deildinni lýkur 18.maí nk og þá verður ljóst hvort sá draumur muni rætast, en það væri alveg til að toppa gleðina sem ræður ríkjum hér í Veronaborg. Emil skrifaði einnig undir nýjan og glæsilegan samning til þriggja ára við Hellas í mars sl. sem endurspeglar þann árangur sem hann hefur náð með liðinu. Eftir að hafa fylgst með þessum frábæra og einstaka árangri undanfarin fjögur ár gæti ég líklegast ekki verið meira sammála Lars Lagerback landsliðsþjálfara en þegar hann sagði í Kryddsíld Stöðvar 2 sl. áramót að Emil fengi ekki þá verðskulduðu athygli sem á hann skilið fyrir vasklega framgöngu á knattspyrnuvellinum. Hann er nefnilega að standa sig ansi vel drengurinn á ítalskri grundu, eins og myndirnar sýna svart á hvítu.

Allavega, þessi árangur er ekki kominn til að sjálfu sér, ekkert frekar en annað sem er eftirsóknarvert í þessu lífi. Ég er ótrúlega stolt af Emil sem er sem áður hógværðin uppmáluð og vill ekkert að ég sé að pósta þessu hingað inn……

.. en ég veit að þessar myndir gleðja fjölskyldu okkar og vini sem sjá ekki nema brotabrot af því sem við erum að gera hér úti í þessum stóra og harða heimi fótboltans og því fá þær sitt pláss hér á blogginu, í þetta eina skipti :-)

GRÁTT - GRAY- GRIGIO

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Rakel

    12. May 2014

    En frábært, til hamingju með hann Emil þinn!

  2. Alf

    13. May 2014

    Frabaert!!!

  3. Gudridur

    13. May 2014

    Yndislegt ad heyra hvad allt gengur vel elsku vinkona ! Emil er fagmadur út í eitt, og tad ert tú líka, ekki gleyma tví <3

  4. Sonja Marsibil Þorvaldsdóttir

    13. May 2014

    Þetta er glæsilegt!!! <3

  5. Tinna

    14. May 2014

    Til hamingju með fràbæran àrangur Emil, þú ert stjarna :) Það er æðislegt að heyra hvað gengur vel… Haldið àfram að vera þið sjàlf, þið eruð stórglæsileg bæði tvö í því sem þið takið ykkur fyrir hendur!!! <3