fbpx

ITALIAN STYLE

BörnInstagramPersónulegtVerona

Við fórum í morgun og náðum í bensínhjólið hans Emils en hann keypti um daginn gamalt Piaggo Ciao en það er forveri vespunnar og í gamla, gamla daga voru allir á þessum hjólum hér á Ítalíu. Það er erfitt að finna þessi hjól í dag, það er löngu hætt að framleiða þau og því er gaman að hafa fundið eitt sem var í góðu standi. Hjólið er frá árinu 1984 en á næsta ári mun það fá skírteini upp á það að það sé antikmunur en Emil lét gera það upp þannig í dag er það glansandi fínt og alveg eins og nýtt. Við höfum þó ekki hugsað okkur að hafa það til skrauts heldur eiga þetta hér til fyrir gestina okkar og svo er gaman að eiga svona original ítalskar vörur, eins og t.d fyrir Emanuel þegar hann er orðinn eldri. Ég sýni ykkur myndir af hjólinu okkar við fyrsta tækifæri en fyrir áhugasama lítur það einhvernveginn svona út.

Á verkstæðinu þar sem hjólið okkar var gert upp voru þessi hjól sem eru á myndinni hér að ofan til sölu. Við keyptum það fyrir Emanuel en hann fær reyndar ekki að vita af því fyrr en eftir a.m.k þrjú, fjögur ár eða svo en það verður stillt þannig að það kemst ekki hraðar en á 10 km hraða og auðvitað verður fyllstu varúðar gætt, svona eins og með allt annað sem við kemur honum.

Það er svo gaman að finna góðar ítalskar vörur á spottprís. Ég fór einmitt líka í fataverksmiðju í morgun og keypti mér hágæða ítalskar cashmere-peysur á slikk. Það vantaði bara að setja fínt logo á peysurnar og þá hefðu þær kostað talsvert meira, já alveg margfalt meira. Maður kemst nefnilega í ýmislegt svona sniðugt þegar maður býr á Ítalíu ;-)

LOUIS VUITTON

Skrifa Innlegg