fbpx

INSTAGRAM

InstagramPersónulegtVerona

Eins og ég sagði í síðustu færslu að þá er sumarið svo sannarlega á næsta leyti en dag eftir dag fer hitastigið yfir tuttugu gráðurnar hér í Veronaborg. Þessi mikla veðursæld býður uppá mjög virkt instagram, en það hefur væntalega ekki farið framhjá fylgjendum mínum þar að við erum heldur betur í sumarskapi :-)

Here we go..

unnamed-8

Glimmer derhúfa frá ACNE. Ékeyptana!

unnamed-2

Föstudagsblómin.. þið þekkið þetta ;-)

unnamed-11

Heimsborgararnir Emanuel og Jason á Kastrupflugvelli

unnamed-10

Nokkrir af bestu vinum Emils hér á Ítalíu, Birki, Lelle og Jorginho. Jorginho í græna bolnum er brassi alinn upp í fátækt en er nú svo mikil stjarna í Napolí að hann getur ekki farið út úr húsinu sínu þar.

unnamed-4

Rauðkálsdjús. Geggjaður á litinn, stútfullur af vítamínum og andoxunarefnum en mjög vondur á bragðið.

unnamed-3

Via Mazzini, aðal göngugatan í Verona. Eins og ég skrifaði í einhvern pistilinn um daginn að þá glansar göngugatan því borgin er svo hrein og fín. Þessi mynd er því til staðfestingar ;-) ( Hæ Emil og Birkir)

unnamed-7

Nýtt armband úr ZARA – skeifuarmband sem ég elska.

unnamed-6

Við erum í íbúðarleit, bæði hér í Verona og heima á Íslandi. Hér eru Emil og Giovanni arkitekt á leiðinni að skoða eina sem við ætlum reyndar ekki að kaupa. Giovanni er frábær kall sem við kynntumst á kaffibarnum okkar en ætli hann sé ekki frægastur fyrir að hafa hannað lúxus SPA-ið hans Gaddafi, hins alræmda, í Líbýu !

unnamed-9

 Emil að undirbúa næsta leik með mental coachinum sínum. Jorginho sem ég nefndi hér að ofan er einmitt með sama mental þjálfa. Takið vel eftir þið sem ætlið að verða atvinnumenn :-)

unnamed-5

Flottar peysur úr H&M

photo 3

Eftir heimaleiki Hellas förum við oftast og fáum okkur pizzu á einum ákveðnum stað, borðum hana á húsvegg við fjölfarna götu, horfum á mannlífið og njótum.

unnamed

 Pizza alla grande !

unnamed-1

Ný gleraugu frá TIGER – og líka þessi með gullglerinu á myndinni þar sem ég er að borða pizzuna :-)

Instagramið mitt er asaregins – ef einhver vill followa.

SUMMER GLOW

Skrifa Innlegg

9 Skilaboð

  1. Pattra S.

    2. April 2014

    Lövlííí

  2. Svart á Hvítu

    3. April 2014

    Ég tel þig góða að koma þessum drykk niður ÚFFF! Og mikið er ég spennt fyrir íbúðarkaupunum ykkar, ég ætla sko að fylgjast með þeim framkvæmdum, lýst vel á þennan arkitekt haha;)

    • Ása Regins

      3. April 2014

      Bara klípa fyrir nefið og GLÚÚÚÚGGGGGG !

  3. Ragnhildur

    3. April 2014

    Emanuel er alltaf svo flott klæddur. Hvar kaupirðu helst á hann föt? Ég á von á strák en kann bara að versla stelpuföt ;)

  4. Dagný Björg

    4. April 2014

    Æðislegar myndir! Mikið hlakka ég til að fà sumarsæluna.

  5. Margrét

    4. April 2014

    (sjón)Gleraugun þín eru fáránlega flott! Hvaða týpa er þetta ? :)

    • Ása Regins

      4. April 2014

      Já er það.. takk fyrir :-) Þetta eru gleraugu frá D&G, ég fékk þau í Pro Optik í Smáralind og þau “heita” RAP6188AB 140 RC007 ef þú vilt kíkja á þau :-)