Það eru eflaust margir með iittala kivi kertastjakana á stofuborðinu þessa dagana og velta fyrir sér hvernig best sé að raða litunum saman. Ég hef stundum hætt við að nota mína því ég finn ekki réttu litasamsetninguna og það fer alveg hrikalega í taugarnar á mér að horfa á þá þegar mér finnst litirnir ekki passa saman.
Það hafa kannski allir séð þetta ágæta youtube video sem iittala sendi frá sér á sínum tíma. Þeir hafa væntanlega ákveðnar hugmyndir á bakvið vörurnar sínar og hér er þeim komið á framfæri. Strákurinn í videoinu talar bæði um litina, flokkar þá niður og hvernig flott er að para stærri stjakana saman við þá minni.
Það er líka gaman að sjá hvaða liti mögulega gæti vantað í safnið útfrá þessum pælingum en ég væri t.d til í fleiri dökka stjaka núna og mun velja mér þannig næst þegar ég bæti í safnið.
Vonandi hefur einhver gaman að þessu – eigið góðan sunnudag.
Skrifa Innlegg