Undanfarna daga hef ég legið undir feldi og reynt að setja saman í huganum einhverja heildarmynd á innanstokksmunina í húsinu. Ég er með ákveðið moodboard í gangi sem ég reyni að fylgja en það er samt mjög auðvelt að detta útaf sporinu. Pælingin hjá mér og arkitektinum mínum ( segi ykkur síðar hvaða snillingur það er ) er að hafa húsið dökkt að utan, svart og dökkgrátt, en að innan mjög ljóst og léttleikandi – en leyfa húsgögnunum að brjóta ljósu stemninguna aðeins upp. Innréttingarnar eru allar hvítmattar, veggirnir eru mattir og það er sama ljósa gólfefnið á öllu húsinu ( líka inni í sturtunni ). Því mætti segja að húsið sé mjög “seamless” og ég fæ alveg stjörnur í augun þegar ég sé borðplötuna og baðinnréttinguna sem er úr möttu hvítu og seamless corian-efni. Vinnandi með þessa pælingu ákvað ég að ljósin myndu fylgja henni og þyrftu því að vera hvít og að sjálfsögðu mött .
Ég hef því ákveðið að fá mér hvítt Le Klint 195 donut ( stærri týpuna) yfir borðstofuborðið sem er svart/mjög dökkt og 2,75m langt. Síðan erum við með dökkbláa og gráa tóna í stofunni sem mun tengja þetta allt saman.
Yfir eyjuna í eldhúsinu sem snýr inn í stofu ákvað ég að fá mér Caravaggio P3 pentant ljósin. Áferðin er alveg mött og svo eru þau stílhrein og látlaus og munu hanga svona tvö saman. Þau eru ekki frek á athygli, en setja samt punktinn yfir i-ið.
Ég hef áður keypt mér Caravaggio ljós en þið sjáið glitta í það hérna fyrir neðan í einni af íbúðunum okkar Emils í Reykjavík – en þetta er þó P2 sem er minna en P3 sem ég ætla að kaupa í húsið og þið sjáið hér að ofan.
Bæði þessi ljós fást í Epal, fyrir áhugasama.
Það er að mörgu að huga þegar maður er að byggja hús ( herre gud) og eitt af því eru gardínur. Ég hef aldrei áður keypt mér gardínur aðrar en rúllugardínur í svefnherbergi. En með hjálp snillinga verða gardínurnar hvít/gráar úr semi gegnsæu efni. Einhvernveginn svona – ná upp í loft og hleypa birtu og ljósi vel í gegn.
Vonandi hefur einhver gaman að svona pælingum með mér – og svo fer að styttast í fyrsta jólapóstinn !!
asaregins á Pinterest – HÉR
asaregins á facebook – HÉR
Eigið góðan dag og sjáumst :-)
Skrifa Innlegg