fbpx

HÚSIÐ: BORÐSTOFUSTÓLARNIR FRÁ NORR11

HeimiliHönnunInstagramÍsland

Hvernig líst ykkur á að hafa fastan lið á blogginu sem heitir Húsið: ? Þá deili ég með ykkur húsgagnapælingum og fleiru sem tengist nýja heimilinu á Íslandi. Krakkarnir hérna á Trendnet eru flest með fasta liði á blogginu, er þá ekki sniðugt að ég hafi eitthvað svipað í gangi líka ? :-)

Eftir langa leit og miklar pælingar hef ég loksins fundið stólana við nýja borðstofuborðið. Ég velti fyrir mér að taka Sjöurnar, Cherner stólana, Grand Prix en að lokum ákvað ég að taka Langue Avantgarde stólana frá Norr11. Þeir eru látlausir og minimalískir og það sem greip helst athyglina mína í upphafi var matta áferðin á þeim. Allt í nýja húsinu er mjög matt, hvort sem það eru gólfin, innréttingarnar eða veggirnir og því leitast ég við að hafa sömu stemningu í húsgögnunum ( fyrir utan sófann).

Ég valdi mér ljósgráu týpuna með króm fótum sem ég ætla að láta gera matta. Svörtu stólarnir með svörtu fótunum eru líka rosalega flottir og svo ef það hefði passa inn til mín hefði ég tekið einn með gullfótunum líka. Stykkið er á 44.900.-

 

 

unnamed-4


Norr11 er með skemmtilegan instagramleik í gangi. Ef þú átt húsgagn frá Norr11 biðja þeir þig um að taka mynd af því og pósta á instagram með hastaginu #norr11iceland. Ef þú hins vegar átt ekki húsgagn frá þeim en dauðlangar í Mammoth hægindastól að verðmæti 262.000 kr, gætiru kíkt til þeirra á Hverfisgötuna í Reykjavík og tekið mynd af einhverju sem þig langar í þar – já eða bara kíkt á heimasíðuna ( www.norr11.com), valið mynd og póstað henni. Sigurvegarinn fær að launum Mammoth stól með grænu áklæði og verður hann tilkynntur 17.nóvember nk. Gættu þess bara að vera með opið instagram svo þeir finni þig – og svo finnur þú þá undir nafninu norr11iceland ef þú vilt fylgjast með þeim þar.

VEL SNIÐNAR KAÐLAPEYSUR

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Fjóla Finnboga

    30. October 2015

    Húrra að þú sért byrjuð að blogga aftur!! :)
    Saknaði þess að lesa bloggið þitt :)

  2. Selma

    30. October 2015

    Ég kíki mjög reglulega eftir nýju bloggi hjá þér og fagna því þessum nýja fasta lið! :)

  3. Andrea

    30. October 2015

    Flottir