fbpx

HOW TO MAKE OREO-POPS

BörnBrúðkaupHeimiliMatur

Tobba Marinós, vinkona mín og verðandi móðir mætti óvænt í babyshower á Coocoo´s Nest í vikunni. Við vinkonur hennar, með Írisi í farabroddi,  skipulögðum bleika veislu í anda Tobbu sem heppnaðist svo vel. Þrátt fyrir að ég sé erlendis sleppi ég ekki að gleðja vinkonur mínar á svona dögum og ræsti út bökunarsnillingana sem ég þekki. Það fyrsta sem ég gerði var að rífa upp tólið og hringja í Dagbjörtu systur og biðja hana um að töfra fram bleika oreopops með slaufu og sendi svo mail á Hildi Dís, systur Svönu sambloggara míns, og athugaði hvort hún gæti bakað bleika ombre köku fyrir mig. Þær voru ekki lengi að taka málin í sínar hendur og með snilli sinni töfruðu þær fram þetta augnakonfekt og sælgæti sem allir gjörsamlega slefa yfir.

-Klikkið á myndirnar til að sjá þær stærri –

Oreopopsin setja svo skemmtilegan svip á borðið, sérstaklega ef þeir eru látnir standa með þeim hætti eins og Dagbjört útfærði þá, og því um að gera að bæta þeim á veisluborðið. Hvort sem fólk síðan borðar þá eða ekki að þá gleðja þeir svo sannarlega veislugesti með fegurð sinni. Ef það er veisla á döfinni að þá mæli ég með að þú horfir á þetta fjögra mínútna video og sérð hvað það er einfalt og sniðugt að búa til oreopops en þetta geta allir, sama hversu góðir ( eða slæmir) þeir eru að baka. Mér finnst þeir passa við öll tilefni; Afmæli, brúðkaup, babyshower, útskriftarveislur, skírnarveislur  o.s.frv. Eins gæti þetta líka verið skemmtilegt dundur fyrir krakkana í páskahretinu sem er væntanlegt til landsins en ég veit að börnunum finnst þetta mjög spennandi og skemmtilegt verkefni. Svo er bara um að gera að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn og skapa ykkar eigin oreopops-listaverk og bjóða fjölskyldunni í kaffi.

 

 

Súkkulaðið sem Dagbjört notaði til að dýfa kexinu í fæst í Kosti og/eða í Allt í Köku og þú getur valið úr nokkrum mismunandi litum. Skrautið og pinnana finnuru líka þar. Borðarnir eru til í öllum regnbogans litum í Söstrene Grene og svo finnuru oreokexið í öllum helstu verslunum landsins.

Góða skemmtun :-)

ANDLITSMASKAR

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Theodóra Mjöll

    13. April 2014

    MMMmmmmmmm……..!!!!!

  2. Magga

    3. May 2014

    hvar er þessi flotti kökudiskur keyptur?