Þar sem það eru engin ljós í loftunum hérna heima hjá mér “neyðist” ég til að hafa lampa á hverju horni. Nýjasti og jafnframt uppáhalds lampinn þessa stundina er lampi frá danska merkinu H.Skjalm P. Ég keypti minn í versluninni þeirra í Kaupmannahöfn og tróð honum í ferðatöskuna mína ásamt Caio marmara lampanum frá ítalska hönnunarteyminu EmmePi. En ef ég væri nú bara á Íslandi þar sem ekki er þverfóta fyrir skandinavískri hönnun að þá hefði ég einfaldlega bara farið í Modern og keypt H.Skjalm P. lampann þar :-)
Koparskálin er einnig frá H. Skjalm P.
Það sem gerir báða lampana svona semmtilega, finnst mér, eru perurnar. Birtan frá þeim er svo mjúk og góð og því er mjög notalegt að kveikja á þeim á kvöldin.
Perurnar sem eru í lömpunum mínum eru frá H.Skjalm P en ég veit að það fæst eitthvað svipað í BYKO – og því um að gera að hressa gamla lampa við með nýjum og fínum perum.
.. ef janúar er ekki ákkúrat rétti mánuðurinn til að hafa notalega birtu í stofunni/svefnherberginu, að þá veit ég ekki hvað ;-)
Skrifa Innlegg