Þar sem ég var stödd á flugvellinum í Frankfurt í gær og skrollaði niður á Instagram rakst ég á mynd á síðunni hjá HM_EUROPE af nýju Halloween búningunum frá H&M. Ég greip andann á lofti og googlaði þetta að sjálfsögðu og komst að því að 25% af sölu á hverri flík rennur til UNICEF til hjálpar bættri heilsu og menntunar barna á svæðunum í kringum höfuðborgina Dhaka í Bangladesh. H&M hefur náttúrulega átt undir högg að sækja hvað þetta allt varðar og því er þetta gott framtak hjá þeim sem vonandi skilar sér til barnanna.
Sænski risinn sótti innblásturinn til masquerade-ball tímabilsins í Frakklandi í þetta skiptið. Maire Antoinette kjólar, Jolly Roger sjóræningahattar, Batman herðaslár og margt fleira sniðugt. Mér finnst þetta alveg ótrúlega vel heppnað og með því betra sem ég hef séð frá þeim lengi.
Þessar myndir eru svo sætar en næst þegar ég geng framhjá HM ætla ég aðeins að kíkja inn. Það er eitthvað svo krúttlegt að sjá börn í fallegum grímubúningum en ég myndi helst vilja hafa Emanuel þannig klæddann alla daga. Ef ég fengi að ráða myndi ég kaupa alla þessa kjóla á hann – hahah – en ég held það sé ekki í boði… ?
Video-ið fann ég á heimasíðu Lillenord og þar eru að finna fleiri dásamlegar myndir af búningunum ( sem ég þorði ekki að taka) – kíkið þangað til að sjá meira.
Skrifa Innlegg