Nú er síðasti dagur ársins runninn upp. Þessi dagur er alltaf jafn sérstakur og hjarta mitt fyllist af spenningi, eins og spennandi ferðalag sé í vændum. Það er líka svo frábært að vita að ferðalagið verður ákkúrat og nákvæmlega jafn skemmtilegt við ákveðum að það verði :-)
Á þessum tímamótum finnst mér gott að staldra aðeins við, fara aðeins yfir málin, og því langar mig að deila með ykkur þessum ágætu orðum sem The Secret app sendi mér þann 28.desember.
Ég held að þessi lestur sé gott veganesti inn í nýtt ár.
“When fearful thoughts come, stamp them out immediately. Send them on their way and replace them with anything that makes you feel good.”
Hún sprengjuKata, gömul bekkjasystir mín úr Verzló og mikli vísindamaður minnti einnig facebookvini sína á að átta knús á dag viðhalda eðlilegri framleiðslu oxytocins, hins náttúrulega gleðigjafa mannslíkamans. Þegar ég las það ákvað ég að það væri eitt af áramótaheitunum mínum – að knúsa meira – það gerir öllum gott og þannig mun ég byrja árið. Á slaginu 00:00 á Piazza Brá í Verona í kvöld verð ég með Emil og Emanuel í fanginu og VÁ hvað ég ætla að knúsa þá fast! :-)
Ég óska ykkur öllum gleði og velfarnaðar á nýju ári, með von um það besta til þessa.
Eigið gott kvöld og njótið stundarinnar.
Addio 2013..
tvöþúsundogfjórtán, komdu fagnandi ! :-)
Skrifa Innlegg