fbpx

FALLEG JÓL Í LISTAGILINU Á AKUREYRI

HeimiliÍslandMyndir

unnamed-16

unnamed-15

unnamed-21

unnamed-17

unnamed-19

unnamed-18

unnamed-25

unnamed-23

unnamed-20

unnamed-22

unnamed-24

unnamed-29

unnamed-28

unnamed-30

 

Ég bað Rannveigu vinkonu mína um að senda mér nokkrar jólamyndir, svona aðeins til að fá að vera með í jólastemningunni heima. Við Íslendingar eru svo miklir snillingar að gera jólin falleg og hátíðleg og þegar maður er svona í burtu eru ljúfar minningar um íslensk jól svo dýrmætar. Nú eru Ítalir frægir fyrir að vera smekkleg þjóð en þeir hafa sko ekki tærnar þar sem við höfum hælana hvað jólaskreytingar varðar. Það er næstum því þannig á sumum stöðum að maður dettur úr jólaskapi við að sjá skreytingarnar. Blikkandi, mislitar og hangandi seríur og plastjólasveinar er mjög algeng sjón en það helsta er líklegast það að þeir vanda sig ekki og þ.a.l er lítið gaman að þessu.

Það á þó ekki við hana Rannveigu en hún leggur mikinn metnað í jólaskreytingarnar sínar og pælir mikið í hverju smáatriði. Að koma heim til hennar er yndislegt, það er svo hlýlegt og fallegt að manni getur ekki annað en liðið vel. Hún leggur mikla áherslu á kerti, bæði inni og úti, sem gerir allt fallegra, með sinni ljúfu birtu. Þetta er jú hátíð ljóss og friðar og því er vert að leggja áherslu á kertaljósið. Kransarnir hennar eru svo flottir, en hún gerir þá alla sjálf og sjáið hvernig hún gerir jólabakkann með jólakúlunum, mér finnst hann alveg æðislegur. Svo sjáið þið væntanlega glitta í mandölur á nokkrum myndunum, en ég má til með að benda á mjög fallegar jólagjafir ( púðar, bækur og skart ) frá Rannveigu, sem þið getið séð hér á facebook síðu hennar.

Annars vona ég að þið séuð að njóta jólaundirbúningsins en hugur minn er pikkfastur í snjónum heima á Íslandi. Hafið það sem allra best og þið verðið að vita það að Ísland er alltaf best í heimi en á jólunum er það alveg lang lang best. Njótið hverrar stundar og búið til dýrmætar minningar með þeim sem ykkur þykir vænt um…

NUDE - THE FAVORITES ISSUE

Skrifa Innlegg