fbpx

FYRIR STELPURNAR

BörnFöt

Screen Shot 2013-11-04 at 14.03.49

 

 

Ég setti saman smá lista fyrir stelpurnar. Ég sé að hann er mjög bleikur en þið verðið að gefa mér smá séns því ég sé bleik föt í hillingum þar sem ég fæ bara að kaupa blátt.. og grænt o.s.frv.

Þetta eru að mestu leiti föt frá J.Crew en ég vil endilega mæla með að þið farið á síðuna þeirra – www.jcrew.com – og kíkið á hvar sé að finna J.Crew Kids ef þið eruð á leiðinni til USA. JC Kids er ekki allstaðar og ég hef t.d aldrei farið inn í þannig verslun. Ég veit þó að það er ein mjög flott í NY og svo held ég að það sé ein fín í BOSTON. Ég hef þó verslað á síðunni þeirra með íslensku VISA og það er eiginlega hættulega auðvelt og alveg núll vesen!

Ég vil einnig benda á að það er sniðugt að kaupa sokkana í HUNTER stígvélin, eins og t.d þessa hér, og þannig ertu komin með fína kuldaskó. Ég ætla að kaupa þá fyrir Emanuel og veit að hann verður mjög ánægður með það fyrirkomulag. Elska ekki öll börn annars stígvélin sín ?

Ég geri alveg örugglega fleiri svona lista fyrir jólin, fyrir bæði kynin og vonandi verða þeir þá aðeins litríkari. Ég geri samt ráð fyrir að stelpupóstarnir verði áfram frekar bleikir en ég skal gera mitt besta að hafa þetta sem fjölbreyttast ;-)

 

CHUCK TAYLOR - ALL☆STAR

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

19 Skilaboð

  1. Fríða

    4. November 2013

    Hún Dóra myndi elska ALLT á þessum lista!!! Takk fyrir góðar humgyndir ;)

    • Ása Regins

      4. November 2013

      Já mér varð líka svo oft hugsað til hennar.. haha.. það verður gaman að kaupa hennar jólagjöf í ár :-)

      • Fríða

        4. November 2013

        segðu…. það er BARA gaman að versla á hana ;)

  2. Ingibjörg Bj.

    4. November 2013

    Ég á hunter stígvél og svona sokka í… en það er samt sjúklega kalt! Mæli ekki með að nota þau sem kuldaskó! …en snilld á íslenskum sumrum ;) …kannski sleppur á ítölskum vetrum, veit ekki ;)
    En æði að fá stelpudótarí ;) Sængurfötin eru æði!

    • Ása Regins

      4. November 2013

      Í alvöru.. Sara systir var að mæla með þessu, hún ( krakkarnir hennar ) eru svo ánægð með stígvélin svona..

      Ég ætla amk að prufa og já ég geri ráð fyrir að þetta ætti að duga hér á Ítalíu.. – í hlýjum/angúrusokkum líka. Takk fyrir þessa ábendingu Ingibjörg..

  3. Sonja Marsibil Þorvaldsdóttir

    4. November 2013

    Ómæ – kórónan og silfur hunters……. ohhhh.. svooo fallegt!

    • Ása Regins

      6. November 2013

      Já, ég hugsi að ég kaupi silfur fyrir Ema, þau eru svo mega flott :-))

  4. Silja

    5. November 2013

    Jiii en fínt – hlakka til að fara í þessa búð í NY! gott að fá hugmyndir af stelpufötum :)

  5. Áslaug Þorgeirs.

    5. November 2013

    ÆÐI – Til í meira svona..

    Það er nú samt ekki gengið að því að fá annað en bleikt á stelpur eða fatnað sem allir heimsins litir sameinast – Ég gæti bilast stundum. Sama hvað ég reyni, þá finnst mér skúffurnar innihalda of mikið bleikt, haha

    En skil þig vel, ég sé strákaföt í hyllingum :)

    Ég keypti einmitt loðfóðruð stígvél í vikunni – Held að það henti minni stúlku betur enda örlítið tröllvaxin og ekkert sérlega auðvelt að troða henni í ofurþrönga Ecco kuldaskó t.d.

    Næst kaupi ég silfur Hunters á stelpurnar í stíl, er búin að horfa á þau svo lengi.

    • Áslaug Þorgeirs.

      5. November 2013

      Og eitt annað, eru þessar stærðir “normal” í JCrew?

      2 og hálfs árs stelpan mín er t.d. í st. 4/5 í GAP og flestum USA flíkum… :)

      • Ása Regins

        6. November 2013

        Hæ Slauga mín.. já ég kaupi bara 3 fyrir Emanuel og hann er frekar stór, þannig ég myndi halda að þú þurfir ekki mikið stærra en það ?

        Snilld með stígvélin! Eins flott og það er að hafa þau í fínum leðurskóm að þá virðast stígvélin vera þægilegri kostur og því gott amk að hafa möguleikann á því að geta notað þau á veturnar líka.

        Endilega dressaðu stelpurnar upp í J.Crew, þetta eru svo sjúklega sæt föt :-)

  6. Lilla

    5. November 2013

    ég keypti einmitt Hunter stígvél og flíssokkana undir og minn gaur dýrkar það fyrirkomulag, vill ekki sjá neina kuldaskó ;-)

    • Ása Regins

      6. November 2013

      Já frábært að heyra! Ég ætla að prufa þetta, ég hef fulla trú á þessu :-)

  7. Unnur

    16. November 2013

    Jii allt avo flott er að skoða heimasíðuna hjá þeim! Gætirðu bent mér á hvar ég gæti mögulega fundið sængurfötin inn á síðuni?

  8. Guðrún

    26. November 2013

    Langar þig ekki að gera svona lista fyrir þig eða heimilið? Vantar svo einhverjar hugmyndir af jólagjöfum…

      • Guðrún

        26. November 2013

        Snillingur!