Ég setti saman smá lista fyrir stelpurnar. Ég sé að hann er mjög bleikur en þið verðið að gefa mér smá séns því ég sé bleik föt í hillingum þar sem ég fæ bara að kaupa blátt.. og grænt o.s.frv.
Þetta eru að mestu leiti föt frá J.Crew en ég vil endilega mæla með að þið farið á síðuna þeirra – www.jcrew.com – og kíkið á hvar sé að finna J.Crew Kids ef þið eruð á leiðinni til USA. JC Kids er ekki allstaðar og ég hef t.d aldrei farið inn í þannig verslun. Ég veit þó að það er ein mjög flott í NY og svo held ég að það sé ein fín í BOSTON. Ég hef þó verslað á síðunni þeirra með íslensku VISA og það er eiginlega hættulega auðvelt og alveg núll vesen!
Ég vil einnig benda á að það er sniðugt að kaupa sokkana í HUNTER stígvélin, eins og t.d þessa hér, og þannig ertu komin með fína kuldaskó. Ég ætla að kaupa þá fyrir Emanuel og veit að hann verður mjög ánægður með það fyrirkomulag. Elska ekki öll börn annars stígvélin sín ?
Ég geri alveg örugglega fleiri svona lista fyrir jólin, fyrir bæði kynin og vonandi verða þeir þá aðeins litríkari. Ég geri samt ráð fyrir að stelpupóstarnir verði áfram frekar bleikir en ég skal gera mitt besta að hafa þetta sem fjölbreyttast ;-)
Skrifa Innlegg