fbpx

DIY: BORÐ Á HJÓLUM

HeimiliHönnunPersónulegtVerona

Það hafa kannski einhverjir tekið eftir því en ég á ekkert stofuborð, einfaldlega því ég hef ekki fundið ákkúrat það borð sem mig langar í og því finnst mér betra að sleppa því bara. Allt sem ég hef inni á heimilinu mínu veitir mér ánægju og því best að vanda valið vel.

Í vikunni sátum við Antonella “ítalska amman” hans Emanuels og pössunarpía hérna í stofunni minni og ræddum lífið og tilveruna. Fljótlega barst svo í tal að vinur/kærasti hennar hann Marco á skóglendi uppi í fjöllum sem hann nýtir óspart í allskyns handverk. Úr varð að hann er nú að leita að heppilegu tré fyrir mig í skóginum og ætlar svo í kjölfarið að búa til viðarplötu sem ég vil að sé hrátt unninn, en mér finnst mjög fallegt þegar náttúruleg áferð trésins fær að njóta sín. Við ætlum svo að setja skemmtileg hjól undir og þá verðum við loksins komin með fallegt coffee table í stofuna, þar sem ég mun hlaða öllum blómunum mínum og auðvitað öllum hundrað iittala kertastjökunum sömuleiðis ( djók). ;-)

Þessar myndir hér að neðan veita mér smá innblástur.


4bf79c3943a52d4000ca99226fa72574

7f874cdad568678801f6d70668906d1a

9cb4e9db8cc868da3fa14523157608bc

b716b7ea8167e8735ba3a5a594b39311

f8fdfa56735d455e3fe7cf935b3f91d2

rough-wood-coffee-table-wheels-2

7bf81d34483d77f581421a272e69ab71

700_likainen-parketti-coffee-table-wheels

coffee-tables-on-wheels-black-couch

b9053450c1510eefee3a110ce8645b62

601113acdd7f85e8e504c36c444d10fc

29565f5457693c7446dac48fe8993fad

8604a6db7543ef633f3fc3e847a5977d

5bd94a661dfef92547d1f4e06885cfd6

b74d2312c957f78621c59e793942524d

a69f1a97f7b64a07d79f94eb8315fda4

 

Það þarf þó ekki að höggva tré til að búa til borð á hjólum, en eins og þið sjáið að þá getur verið mjög smekklegt að setja hjól undir einfalda viðar/gler/plastplötu, já eða viðarbretti. Fyrir mér er líka afskaplega praktískt að hafa borðið á hjólum, ég er alltaf að breyta og því gott að geta fært borðið auðveldlega til ( annað en 400 kg borðstofuborðið mitt). Ég mun þó (líklegast) velja mér dekk með bremsum svo borðið geti nú líka verið kyrrt.

Það er hægt að útfæra þessa hugmynd á ýmsa vegu og því um að gera að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn og “hanna” borð sem enginn annar á nema þú.

PARCO TERMALE DEL GARDA

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

  1. Karen Lind

    25. January 2014

    Hahaha… ég hló… ertu ekki með 250 iittala kertastjaka sem þú þarft að raða? æi djok…

    En virkilega flott hugmynd! … og svo veit ég ekki af hverju ég hló aftur, en mér finnst fyndið að ímynda mér borðstofuborð á fleygiferð.. ég myndi splæsa í bremsur!

    • Ása Regins

      26. January 2014

      hahah jú þetta hljómar bara eitthvað fyndið, kannski smá nördalega hahah..

  2. Sonja Marsibil

    25. January 2014

    Þetta verður geggjað!!! Hlakka til að sjá útkomuna – eitthvað held ég að hún systir mín verði ástfangin af þessu!!! :)

    • Ása Regins

      26. January 2014

      Já þetta er sameiginlegt áhugamál okkar Trínu ! ;-)

  3. Sólrún

    27. January 2014

    Hljómar bilað vel – èg hlakka til að sjà !

  4. Katrina

    28. January 2014

    Looove it !!
    Eg bid spent eftir utkomunni ;)